Lífið

Elvis opnar á nýjum stað

Verslunarstjórinn og rokkarinn Krummi hefur séð um búðina síðan hún opnaði og mun halda því áfram í nýju húsnæði.
Verslunarstjórinn og rokkarinn Krummi hefur séð um búðina síðan hún opnaði og mun halda því áfram í nýju húsnæði.

Verslunin Elvis mun opna á nýjum stað með pompi og prakt í kvöld. Verslunin, sem áður var á Vatnsstíg, sérhæfir sig í notuðum fatnaði fyrir karlmenn og opnar nú á Klapparstíg þar sem Spútnikk var áður til húsa.

Í sama húsnæði er plötubúð Smekkleysu, Gallerí Humar og frægð og Bókaverslun Nýhils en tilgangurinn er að viðskiptavinir búðarinnar fái allir eitthvað fyrir sinn snúð enda fjölbreytileg blanda.

Í tilefni af opnunni verður partí fyrir gesti og gangandi þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Veislan hefst klukkan 19.00 og stendur til 22.00. Mr. Silla & Mongoose munu troða upp ásamt plötusnúðatvíeykinu Electrotroll sem mun sjá um að halda öllum í stuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.