Lífið

Sálfræðingar áhyggjufullir

Frægðin fylgir Big Brother-þátttakendurnir öðlast mikla frægð í Bretlandi og hér sjást þau Richard Newman og Lea Walker koma til frumsýningar á kvikmyndinni Me, You and Dupree.
Frægðin fylgir Big Brother-þátttakendurnir öðlast mikla frægð í Bretlandi og hér sjást þau Richard Newman og Lea Walker koma til frumsýningar á kvikmyndinni Me, You and Dupree. MYND/Getty Images

Raunveruleikaþættirnir Big Brother hafa notið mikilla vinsælda á Bretlandi að undanförnu en nú finnst félagi sálfræðinga vera nóg komið.

BPS (The British Psychological Society) hefur lýst yfir miklum áhyggjum með nýjustu þáttaröð Big Brother. Félagið segir framleiðendurna misnota sér ástand sumra þátttakendanna, kalli fram aðstæður sem ali á spennu milli þeirra sem taka þátt en mál eins þeirra, Peters Bennett, hefur vakið hvað mesta athygli.

Bennett þjáist af Tourette-einkennum og segir sálfræðingafélagið að framleiðendurnir geri í því að skapa aðstæður sem kalli fram ósjálfráð viðbrögð hjá Bennett. BPS hefur þegar hitt framleiðendurna á fundi og lýsti því yfir í fagtímariti sínu að einhver árangur hefði náðst hvernig ætti að koma fram við þátttakendurna. "Sumt af því sem við ræddum á fundunum átti ef til vill ekki við á þessu ári," sagði talsmaður BPS en bætti því við að megináhyggjur félagsins hefðu verið að sumir af þátttakendunum væru andlega óstöðugir og að sálfræðingar hefðu hugsanlega verið fengnir til að hræra enn frekar upp í þeim.

Endemol, sem sér um gerð þáttanna, lýsti því yfir í Broadcast Magazine að þeir hygðust taka til greina athugasemdir BPS en fyrir nokkru gekk Shahbaz Chauhdry af göflunum og hótaði að drepa sig eftir aðeins fimm daga fyrir framan myndavélarnar. Henni var síðan gert að víkja og lýstu heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi yfir miklum áhyggjum af ástandi keppenda í þættinum. Sjónvarpsstöðin Channel 4, sem malar gull á Big Brother, hefur hins vegar sagt að hún hafi heilsu "stjarnanna" að leiðarljósi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.