Eiginmaðurinn þolir ekki tónlist Madonnu 24. ágúst 2006 10:00 Guy Ritchie hefur lítinn áhuga á tónlist eiginkonu sinnar. Söngkonan vinsæla Madonna segir að eiginmaður sinn Guy Ritchie þoli ekki tónlistina sína. Þetta kemur m.a. fram í nýlegu viðtali hennar við franskt tímarit. Madonna segir að börnin sín tvö, hin níu ára Lourdes og Rocco sem er sex ára, séu einu fjölskyldumeðlimirnir sem virkilega kunni að meta tónlistina hennar. „Börnin mín dýrka allt sem ég geri, þau elska danstónlist. Maðurinn minn er ekki mikill aðdáandi minn," sagði Madonna. Í viðtalinu viðurkennir hún jafnframt að fjölskyldulífið og frægðin hafi sína galla. „Vitaskuld er leiðinlegt að hafa ekki lengur frelsi til að fara ein á skemmtistað og dansa alein á dimmu dansgólfi án þess að nokkur komi til að trufla mig," sagði hún. „Það er leiðinlegt að geta ekki lengur hagað sér á þennan hátt." Madonna bætti við: „Í síðustu viku fór ég á klúbb þar sem ég dansaði við marga vini mína. Það var mjög gaman. Stundum fer ég líka út að dansa með nokkrum af dönsurunum mínum. Að sjálfsögðu ekki á hverju kvöldi, enda á ég fjölskyldu sem ég þarf að sinna." Aðspurð hvort hún vilji frekar fara út að skemmta sér í miklu stuði heldur en að vera heima segir Madonna að valið sé auðvelt. „Þeim litla frítíma sem ég á eyði ég með börnunum mínum. Við horfum á DVD, pöntum pitsu og stundum fer ég á hestbak með dóttur minni. Kannski hljómar þetta leiðinlega en svona er lífið hjá mér. Tímarnir hafa breyst," sagði hún. Madonna, sem er 48 ára, segist líta á sig sem kamelljón. „Ég get verið eins og ensk sveitafrú en sekúndubroti get ég breytt mér í Oliviu Newton John eða Farrah Fawcett." Menning Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Söngkonan vinsæla Madonna segir að eiginmaður sinn Guy Ritchie þoli ekki tónlistina sína. Þetta kemur m.a. fram í nýlegu viðtali hennar við franskt tímarit. Madonna segir að börnin sín tvö, hin níu ára Lourdes og Rocco sem er sex ára, séu einu fjölskyldumeðlimirnir sem virkilega kunni að meta tónlistina hennar. „Börnin mín dýrka allt sem ég geri, þau elska danstónlist. Maðurinn minn er ekki mikill aðdáandi minn," sagði Madonna. Í viðtalinu viðurkennir hún jafnframt að fjölskyldulífið og frægðin hafi sína galla. „Vitaskuld er leiðinlegt að hafa ekki lengur frelsi til að fara ein á skemmtistað og dansa alein á dimmu dansgólfi án þess að nokkur komi til að trufla mig," sagði hún. „Það er leiðinlegt að geta ekki lengur hagað sér á þennan hátt." Madonna bætti við: „Í síðustu viku fór ég á klúbb þar sem ég dansaði við marga vini mína. Það var mjög gaman. Stundum fer ég líka út að dansa með nokkrum af dönsurunum mínum. Að sjálfsögðu ekki á hverju kvöldi, enda á ég fjölskyldu sem ég þarf að sinna." Aðspurð hvort hún vilji frekar fara út að skemmta sér í miklu stuði heldur en að vera heima segir Madonna að valið sé auðvelt. „Þeim litla frítíma sem ég á eyði ég með börnunum mínum. Við horfum á DVD, pöntum pitsu og stundum fer ég á hestbak með dóttur minni. Kannski hljómar þetta leiðinlega en svona er lífið hjá mér. Tímarnir hafa breyst," sagði hún. Madonna, sem er 48 ára, segist líta á sig sem kamelljón. „Ég get verið eins og ensk sveitafrú en sekúndubroti get ég breytt mér í Oliviu Newton John eða Farrah Fawcett."
Menning Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“