Eiginmaðurinn þolir ekki tónlist Madonnu 24. ágúst 2006 10:00 Guy Ritchie hefur lítinn áhuga á tónlist eiginkonu sinnar. Söngkonan vinsæla Madonna segir að eiginmaður sinn Guy Ritchie þoli ekki tónlistina sína. Þetta kemur m.a. fram í nýlegu viðtali hennar við franskt tímarit. Madonna segir að börnin sín tvö, hin níu ára Lourdes og Rocco sem er sex ára, séu einu fjölskyldumeðlimirnir sem virkilega kunni að meta tónlistina hennar. „Börnin mín dýrka allt sem ég geri, þau elska danstónlist. Maðurinn minn er ekki mikill aðdáandi minn," sagði Madonna. Í viðtalinu viðurkennir hún jafnframt að fjölskyldulífið og frægðin hafi sína galla. „Vitaskuld er leiðinlegt að hafa ekki lengur frelsi til að fara ein á skemmtistað og dansa alein á dimmu dansgólfi án þess að nokkur komi til að trufla mig," sagði hún. „Það er leiðinlegt að geta ekki lengur hagað sér á þennan hátt." Madonna bætti við: „Í síðustu viku fór ég á klúbb þar sem ég dansaði við marga vini mína. Það var mjög gaman. Stundum fer ég líka út að dansa með nokkrum af dönsurunum mínum. Að sjálfsögðu ekki á hverju kvöldi, enda á ég fjölskyldu sem ég þarf að sinna." Aðspurð hvort hún vilji frekar fara út að skemmta sér í miklu stuði heldur en að vera heima segir Madonna að valið sé auðvelt. „Þeim litla frítíma sem ég á eyði ég með börnunum mínum. Við horfum á DVD, pöntum pitsu og stundum fer ég á hestbak með dóttur minni. Kannski hljómar þetta leiðinlega en svona er lífið hjá mér. Tímarnir hafa breyst," sagði hún. Madonna, sem er 48 ára, segist líta á sig sem kamelljón. „Ég get verið eins og ensk sveitafrú en sekúndubroti get ég breytt mér í Oliviu Newton John eða Farrah Fawcett." Menning Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Sjá meira
Söngkonan vinsæla Madonna segir að eiginmaður sinn Guy Ritchie þoli ekki tónlistina sína. Þetta kemur m.a. fram í nýlegu viðtali hennar við franskt tímarit. Madonna segir að börnin sín tvö, hin níu ára Lourdes og Rocco sem er sex ára, séu einu fjölskyldumeðlimirnir sem virkilega kunni að meta tónlistina hennar. „Börnin mín dýrka allt sem ég geri, þau elska danstónlist. Maðurinn minn er ekki mikill aðdáandi minn," sagði Madonna. Í viðtalinu viðurkennir hún jafnframt að fjölskyldulífið og frægðin hafi sína galla. „Vitaskuld er leiðinlegt að hafa ekki lengur frelsi til að fara ein á skemmtistað og dansa alein á dimmu dansgólfi án þess að nokkur komi til að trufla mig," sagði hún. „Það er leiðinlegt að geta ekki lengur hagað sér á þennan hátt." Madonna bætti við: „Í síðustu viku fór ég á klúbb þar sem ég dansaði við marga vini mína. Það var mjög gaman. Stundum fer ég líka út að dansa með nokkrum af dönsurunum mínum. Að sjálfsögðu ekki á hverju kvöldi, enda á ég fjölskyldu sem ég þarf að sinna." Aðspurð hvort hún vilji frekar fara út að skemmta sér í miklu stuði heldur en að vera heima segir Madonna að valið sé auðvelt. „Þeim litla frítíma sem ég á eyði ég með börnunum mínum. Við horfum á DVD, pöntum pitsu og stundum fer ég á hestbak með dóttur minni. Kannski hljómar þetta leiðinlega en svona er lífið hjá mér. Tímarnir hafa breyst," sagði hún. Madonna, sem er 48 ára, segist líta á sig sem kamelljón. „Ég get verið eins og ensk sveitafrú en sekúndubroti get ég breytt mér í Oliviu Newton John eða Farrah Fawcett."
Menning Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Sjá meira