Lífið

Lélegur hljómur á geisladiskum

Tónlistarmaðurinn Bob Dylan er ósáttur við nútíma upptökutækni.
Tónlistarmaðurinn Bob Dylan er ósáttur við nútíma upptökutækni. MYND/AP

Tónlistarmaðurinn Bob Dylan segir nútíma upptökutækni vera skelfilega og í raun einskis virði. Dylan, sem er 65 ára, gefur um þessar mundir út sína fyrstu plötu í fimm ár, Modern Times. Í viðtali við tímaritið Rolling Stones segist hann vera afar ósáttur við hljóminn á geisladiskum. „Ég veit ekki um neinn sem hefur gert plötu sem hljómar almennilega undanfarin tuttugu ár," sagði Dylan. Bætti hann því við að sín eigin tónlist hljómaði betur í hljóðveri heldur en á geisladiski. „Geisladiskar eru litlir, það er engin reisn yfir þeim," sagði hann.

Dylan hefur gefið út átta hljóðversplötur á undanförnum tuttugu árum og alls 44 plötur á farsælum ferli sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.