Lífið

Hollywoodnámskeið

David Garret var einn af handritshöfundum Deuce Bigalow: European Gigolo.
David Garret var einn af handritshöfundum Deuce Bigalow: European Gigolo.

Iceland Film Festival stendur laugardaginn 2. september fyrir yfirgripsmiklu eins dags Hollywood-námskeiði um undirstöðuatriði handritagerðar.

Þar læra nemendur að þróa söluhæfa hugmynd, móta persónur og skrifa uppkast að handriti með heilu tilbúnu atriði og hagnýtri söluáætlun. Tveir starfandi Hollywood rithöfundar sjá um kennsluna, þeir David Garret og Gregg Rossen. Garret var m.a. einn höfunda myndanna Deuce Bigalow: European Gigolo og Corky Romano.

Sala á námskeiðið er hafin á midi.is og í síma 580 8020.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.