Lífið

Í baráttu við sjálfan sig

Tónlistarmaðurinn Pétur Ben heldur útgáfutónleika í kvöld í tilefni af sinni fyrstu plötu, Wine for my Weakness.
Tónlistarmaðurinn Pétur Ben heldur útgáfutónleika í kvöld í tilefni af sinni fyrstu plötu, Wine for my Weakness. MYND/Stefán

Tónlistarmaðurinn Pétur Ben heldur tónleika í Iðnó í kvöld í tilefni af útgáfu fyrstu plötu sinnar, Wine For My Weakness, sem kemur út hjá 12 Tónum í dag.

Öll lögin á plötunni eru frumsamin og fóru upptökur að mestu fram í Sundlauginni undir stjórn Péturs og Bigga Poolboy sem sá einnig um allan lokafrágang. Platan inniheldur ellefu lög og hefur eitt þeirra, White Tiger, þegar fengið að hljóma í útvarpi.

Áhrif frá Neil Young og DylanÉg hef verið með þetta efni í handraðanum. Svo eftir að ég kláraði sándtrakkið við Börn á vordögum fór ég á fullt í að klára plötuna, segir Pétur Ben.

Hann segist fara um víðan völl á plötunni og taki m.a. áhrif frá Neil Young, Bob Dylan, Nina Simone og Radiohead. Hún er svolítið þjóðlagaskotin og líka rokkuð á köflum. Svo fer hún niður í strengi og kassagítar og þannig huggulegheit, segir Pétur sem fékk m.a. aðstoð trommarans Sigtryggar Baldurssonar á plötunni. Einnig syngur þar konan Péturs, Anna Kristín Guðmundsdóttir. Ómetanlegur MugisonÞó svo að Pétur hafi ekki gefið út plötu áður hefur hann verið á kafi í tónlistinni undanfarin ár. Hann hefur samið tónlist fyrir leikhús auk þess sem hann samdi eins og áður segir tónlistina við nýjustu mynd Ragnars Bragasonar, Börn, sem er væntanleg í kvikmyndahús í næsta mánuði. Auk þess hefur hann unnið töluvert með Mugison og bæði spilað með honum á tónleikum og á plötunni Mugimama is this Monkeymusic? Mugison kemur þó hvergi við sögu á Wine for my Weakness. Hann hefur mest verið andlegur stuðningur því hann hefur svo mikið að gera sjálfur. En ég notaði hann samt og var að fá hann í heimsókn til að hlusta og síðan var hann að ráðleggja mér með umslagið á plötunni. Hann var algjörlega ómetanlegur þótt hann spilaði ekkert á þessari plötu.

Pétur játar að vinnan við leikhús- og kvikmyndatónlistina eigi sinn þátt í fjölbreytni plötunnar. Einnig hafi tónsmíðamenntun hans úr Tónlistarskóla Reykjavíkur komið að góðum notum en hann lauk námi þaðan vorið 2004. SjálfsbaráttuplataPétur segir að platan sé nokkurs konar sjálfhjálparmeðal, eins og nafnið Wine for my Weakness gefur til kynna. Ég hef verið að lækna sjálfan mig af eigin krankleikum. Eru ekki allir meingallaðir, segir hann í léttum dúr og bætir við: Þetta er fyrst og fremst sjálfsbaráttuplata. Útgáfutónleikarnir í Iðnó í kvöld hefjast klukkan 22.00 og er aðgangseyrir 1000 krónur. freyr@frettabladid.is

@Megin-Ol 8,3p:Sjá umsögn um plötu Péturs á bls. 52





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.