Lífið

Bylgjan tuttugu ára

bylgjan árið 1993 Jón Axel Ólafsson, Gunnlaugur Helgason, Carola Hængsdóttir og Magnús Viðar Sigurðsson á Bylgjunni árið 1993. Jón Axel og Gulli Helga munu endurvekja þátt sinn Tveir með öllu á laugardaginn.
bylgjan árið 1993 Jón Axel Ólafsson, Gunnlaugur Helgason, Carola Hængsdóttir og Magnús Viðar Sigurðsson á Bylgjunni árið 1993. Jón Axel og Gulli Helga munu endurvekja þátt sinn Tveir með öllu á laugardaginn.

Útvarpsstöðin Bylgjan heldur upp á tuttugu ára afmælið sitt um helgina með þriggja daga afmælishátíð þar sem ýmislegt skemmtilegt verður í gangi.

Útvarpsraddir Bylgjunnar frá árdögum til dagsins í dag munu stýra dagskránni. Meðal annars verður þátturinn Tveir með öllu með Gulla Helga og Jóni Axel endurvakinn á laugardag.

Bylgjan stendur fyrir skemmtun fyrir alla fjölskylduna á laugardag milli 15 og 17 í Vetrargarðinum í Smáralind. Þar mun Sálin hans Jóns míns m.a. leika fyrir dansi. Að kvöldi laugardagsins verður haldið afmælisboð Bylgjunnar þar sem fyrrverandi og núverandi starfsmenn hittast. Eftir það verður slegið upp hlustendaballi á Nasa þar sem Todmobile leikur fyrir dansi. Miðaverð er 989 kr. í forsölu sem hefst á Nasa kl. 13.00 í dag.

Á afmælisdeginum sjálfum á mánudag munu gamlar fréttaraddir ljá Bylgjunni rödd sína og lesa fréttir. Á meðal þeirra eru Páll Magnússon, Elín Hirst og Karl Garðarsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.