Lífið

Tom Cruise látinn fjúka

Hegðunarvandamál Cruise hófust þegar hann kynntist unnustu sinni og barnsmóður Katie Holmes. Hann hefur vægast sagt hagað sér einkennilega á almannafæri síðustu 18 mánuði.
Hegðunarvandamál Cruise hófust þegar hann kynntist unnustu sinni og barnsmóður Katie Holmes. Hann hefur vægast sagt hagað sér einkennilega á almannafæri síðustu 18 mánuði. MYND/Getty

Mikil tíðindi urðu í nótt í Hollywood þegar stjórnendur kvikmyndafyrirtækisins Paramount Pictures ákváðu að endurnýja ekki samning sinn við stórleikarann Tom Cruise. Samkvæmt blaðinu Wall Street Journal var ákvörðunin tekin vegna þess að fyrirtækið er ekki ánægt með framkomu Cruise í fjölmiðlum og við almenning síðasta árið.

„Hegðun hans síðasta árið er ósæmileg og þótt okkur þyki vænt um hann þá gengur þetta samstarf hreinlega ekki upp. Áhorfendur hafa snúið við honum baki," segir Summer Redstone, forstjóri Paramount Pictures.

Tom Cruise hefur verið mikið í fjölmiðlum síðan hann kynntist unnustu sinni, leikkonunni Katie Holmes, og hefur hagað sér einkennilega gagnvart fjölmiðlum og gefið út ýmsar umdeilanlegar yfirlýsingar.

Atvikið í þætti Opruh Winfrey þegar hann hoppaði upp og niður í sófanum í sjónvarpsal og lýsir yfir ást sinni á Holmes vakti gríðarlega mikil viðbrögð og einnig þegar hann gagnrýndi leikkonuna Brooke Shields fyrir að nota verkjalyf við barnsburð. Þessi atvik ásamt öðrum valda því að stjórnendur Paramount vilja ekki hafa leikarann á sínum snærum lengur og verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu þessara mála á næstunni enda ekki á hverjum degi sem Hollywoodstjarna á borð við Tom Cruise atvinnulaus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.