Lífið

Kruse þeytir skífum

monika Kruse Þýski plötusnúðurinn Monika Kruse þeytir skífum á Nasa 1. september.
monika Kruse Þýski plötusnúðurinn Monika Kruse þeytir skífum á Nasa 1. september.

Þýski plötusnúðurinn Monika Kruse kemur til landsins um næstu helgi. Hún kemur til með að spila á Nasa, á föstudaginn eftir viku, þann fyrsta september. Einnig koma fram Exos, Dj Frímann og Dj Eyvi sem er að stíga sín fyrstu spor.

Monika Kruse er einn allra fremsti plötusnúður Þýskalands og hefur átt stóran þátt í að móta sterka danssenuna þar í landi. Ísland er ekki fyrsta landið sem hún heimsækir þar sem hún hefur spilað vítt og breitt um heiminn, þar á meðal í Kína, Japan og Ástralíu.

Hægt er að nálgast miða á viðburðinn í forsölu á aðeins þúsund krónur í versluninni All Saints í Kringlunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.