Lífið

Sýningarlok á sunnudaginn

Teddi í perlunni Skúlptúrar úr áli, kopari og tré eru til sýnis í Perlunni og eiga mörg verkanna sér mikilfenglega sögu.
Teddi í perlunni Skúlptúrar úr áli, kopari og tré eru til sýnis í Perlunni og eiga mörg verkanna sér mikilfenglega sögu.

Sjöttu skúlptúrsýningu Magnúsar Th. Magnússonar, eða Tedda, í Perlunni lýkur á sunnudaginn. Þar sýnir hann áttatíu verk sem eru afrakstur tveggja ára vinnu en Teddi sýnir annað hvert ár í Perlunni.

Verk Tedda eru unnin í ál, kopar og tré og eiga þau mörg sér mikla sögu. Til dæmis eru til sýnis fjögur verk sem Teddi vann úr koparskrúfu úr skipi sem honum var gefin, en skipið strandaði við Bessastaði árið 1940. Hann er einnig með verk á sýningunni sem unnin eru úr hundrað ára gömlu tré sem hann fékk í gjöf frá sænska sendiráðinu eftir að rótin var farin að ryðja sér leið út í tröppurnar á því.

Íslensk tré og rekaviður eru annars í miklu uppáhaldi hjá listamanninum en hann heldur sérstaklega mikið upp á þreyttan og lúinn við. Stundum tekur hann við efni sem aðrir henda, til dæmis við sem er klofinn, en honum þykir það vera fengur enda leynast oft sinfóníur í slíkum gripum.

Sýningin hefur gengið sérstaklega vel enda seldi Teddi sex verk á fyrsta degi. Eru gestir velkomnir á almennum opnunartíma Perlunnar, frá klukkan tíu alla daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.