Lífið

Reisir lúxusíbúðir við Tryggvagötu

Kalli í Pelsinum byggir lúxusíbúðahaus á Tryggvagötu. Í húsinu verða 24 íbúðir og sú stærsta verður 350 fermetrar að stærð.
Kalli í Pelsinum byggir lúxusíbúðahaus á Tryggvagötu. Í húsinu verða 24 íbúðir og sú stærsta verður 350 fermetrar að stærð.

Fasteignafélagið Kirkjuhvoll, sem er í eigu Karls J. Steingrímssonar, oftast kenndur við Pelsinn, stendur fyrir byggingu lúxusíbúðahúss á Tryggvagötu fyrir aftan Naustið. Það verða 24 íbúðir í húsinu og fjórir stigagangar með lyftum, segir Karl en að hans sögn felst lúxusinn í því að allur frágangur hússins verður eins og best verður á kosið, auk þess sem mikið er lagt upp úr sameigninni og aðkomu að húsinu.

Aðkoman og stigagangarnir eru þreföld að stærð miðað við það sem gengur og gerist í fjölbýlishúsum. Á efstu hæðinni verður stór þakíbúð, 350 fermetrar að stærð. + Arkitektar teiknuðu bygginguna en Ístak er verktakinn sem byggir og er alverktaki. Þá er það verkfræðifyrirtækið Strendingur sem sá um burðarþol og lagnir.

Karl segist einnig vera að skoða möguleikana á að nýta jarðhæð hússins fyrir einhvers konar starfsemi sem nýtist íbúunum, t.d. fyrir hárgreiðslustofu eða verslanir. Það er búið að grafa fyrir kjallaranum þar sem verða geymslur fyrir íbúana en reiknað er með að húsið verði tilbúið á seinni fardögum á næsta ári, 15. september 2007. Byggingin er í flóknara lagi þannig að vanda þarf verulega til verka og hefur verkið tafist af þeim sökum, segir framkvæmdamaðurinn, Karl J. Steingrímsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.