Fleiri fréttir

Gústi mætti dóttur sinni: Nú fer ég og kveiki aftur á mér heima
„Við náðum að keyra vel á þær í 60 mínútur og vorum að rúlla liðinu vel. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir tólf marka sigur á Selfossi, í Olís-deild kvenna í dag, lokatölur 35-23.

Umfjöllun: ÍBV - Valur 33-38 | Valur sótti tvö stig til Eyja
Íslandsmeistarar Vals unnu góðan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í dag þegar liðin mættust í Olís-deild karla. Lokatölur í leiknum urðu 33-38 Valsmönnum í vil.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 35-23 | Valskonur enn með fullt hús stiga
Valur er með fullt hús stiga eftir níu umferðir í Olís-deild kvenna í handknattleik. Þær unnu 35-23 stórsigur á Selfossi á heimavelli sínum í dag.

„Þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum“
„Það verður örugglega mjög skrítið. Líka skrítið að hita upp hinum megin, fara í hinn klefann og svona. Við gerum gott úr þessu, en þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún verður í eldlínunni þegar Selfoss mætir Val á Hlíðarenda í Olís deild kvenna í dag, laugardag. Það vill svo skemmtilega til að Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, er faðir Ásdísar Þóru.

Seinni bylgjan: „Bara að Kiel hafi áhuga er risa fjöður í hattinn fyrir Viktor Gísla“
Það styttist í HM í handbolta sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð. Ef Viktor Gísli Hallgrímsson heldur uppteknum hætti gæti hann orðið ein af stjörnum mótsins en farið var yfir magnaða frammistöðu hans í Meistaradeild Evrópu í nýjasta hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar.

Fattaði að hann væri ekki nógu góður leikmaður og kom Stjörnunni á flug
Hrannar Guðmundsson segist ekki geta ímyndað sér betri þjálfarakennslu en hann fékk við störf sín hjá ÍR og Aftureldingu, áður en hann tók í fyrsta sinn við sem aðalþjálfari kvennaliðs. Hann hefur stýrt Stjörnunni upp á himininn á sínu fyrsta ári.

Viktor Gísli sýndi Mikkel Hansen í tvo heimana | Myndband
Viktor Gísli Hallgrímsson sýndi snilli sína milli stanganna hefur Nantes sigraði Álaborg, 35-28, í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gær.

Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku
Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic.

Stuðningsmenn Kiel spenntir fyrir Viktori Gísla: „Þurfum við að bíða til 2025?“
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er orðaður við þýska stórliðið Kiel. Stuðningsmenn liðsins eru afar spenntir fyrir honum.

Viktor Gísli hafði betur gegn Aroni og Arnóri
Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik í marki Nantes þegar liðið lagði Álaborg í Meistaradeildinni í handknattleik í kvöld. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru markahæstir hjá Magdeburg sem gerði jafntefli gegn Porto.

Ýmir og félagar höfðu betur gegn lærisveinum Guðjóns Vals
Rhein-Neckar Löwen vann góðan útisigur á Gummersback í þýska handboltanum í dag. Ýmir Örn Gíslason lék í vörn Löwen og þeir Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson voru í liði Gummersbach.

Þorsteinn Gauti valinn í finnska landsliðið
Framarinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur óvænt verið valinn í finnska landsliðið í handknattleik en þetta var tilkynnt á Facebook síðu Fram í dag.

Óvæntu stjörnurnar í Olís-deildinni
Vísir fer yfir tíu leikmenn sem voru ekki endilega þekktustu stærðirnar fyrir tímabilið en hafa spilað vel í Olís-deild karla í handbolta í vetur.

Engin íslensk mörk í Meistaradeildinni
Þrír Íslendingar voru í eldlínunni í Meistaradeildinni í handknattleik í kvöld. Haukur Þrastarson fagnaði sigri en Bjarki Már Elísson hjá Veszprem og Orri Freyr Þorkelsson í liði Elverum þurftu að sætta sig við töp.

Sandra með þrjú mörk í frábærum sigri Metzingen
Sandra Erlingsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Metzingen þegar liðið lagði Thuringer í þýska bikarnum í handknattleik í kvöld. Sigurinn er fremur óvæntur enda Thuringer í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.

Þrjú íslensk mörk þegar Volda tapaði stórt
Þrír íslenskir leikmenn skoruðu fyrir Volda í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Liðið tapaði stórt gegn Molde og situr í þriðja neðsta sæti deildarinnar.

Kross 13. umferðar: Áminning frá kónginum í Krikanum
Þrettándu umferð Olís-deildar karla í handbolta lauk á mánudaginn. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum.

Sjáðu Óðin tryggja Kadetten sigurinn með seinasta kasti leiksins
Óðinn Þór Ríkharðsson reyndist hetja svissneska liðsins Kadetten Schaffhausen er liðið vann dramatískan eins marks sigur gegn Benfica í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 26-25, en Óðinn tryggði liðinu sigurinn þegar leiktíminn var runninn út.

„Mér fannst við eiga inni“
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega svekktur eftir tap liðsins gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn voru með leikinn í höndum sér framan af í síðari hálfleik, en Frakkarnir sigldu fram úr á lokakaflanum.

Umfjöllun: PAUC - Valur 32-29 | Stöngin út hjá Val í Frakklandi
Eftir frábæra frammistöðu lengst af varð Valur að játa sig sigraðan gegn PAUC, 32-29, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var annað tap Valsmanna í Evrópudeildinni í röð en þriðji sigur Frakkanna í röð. Kristján Örn Kristjánsson lék ekki með PAUC í kvöld vegna meiðsla.

„Að fá alvöru lið heim til Íslands er að gera ótrúlega mikið“
Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, er þessa stundina staddur á leik PAUC og Vals úti í Frakklandi í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Hann segir það gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að sjá Valsmenn máta sig við nokkur af stærri liðum Evrópu.

Ystads fyrsta liðið til að vinna Flensburg | Óðinn tryggði Kadetten dramatískan sigur
Sænska liðið Ystads varð í kvöld fyrsta liðið til að hafa betur gegn þýska stórliðinu Flensburg í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta, 29-26. Þá var Óðinn Þór Ríkharðsson hetja Kadetten er liðið vann dramatískan eins marks sigur gegn Benfica, 26-25

Gunnar foxillur: „Það er labbað í gegnum ykkur“
„Gunni Magg reif nýtt rassgat á sína leikmenn í þessu leikhléi,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, um sannkallaðan reiðilestur frá foxillum Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, í gærkvöld.

Sammála en rifust samt um Þorstein Gauta: „Þú breytir ekkert minni skoðun“
Fram var án Þorsteins Gauta Hjálmarssonar þegar liðið tapaði gegn Stjörnunni í Olís-deildinni í handbolta á sunnudag. Þorsteinn hefur ekki getað beitt sér í sókn Fram í síðustu þremur leikjum sem allir hafa tapast.

Geir heiðraður með pompi og prakt | Myndir og myndbönd
FH-inga heiðruðu einn sinn dáðasta son, Geir Hallsteinsson, fyrir áratuga langt starf fyrir félagið fyrir leik gegn Mosfellingum í Olís-deild karla í handbolta í gær.

„Ekki með eins lið og Valsarar upp á hraðann að gera“
Kristján Örn Kristjánsson, skytta í liði PAUC frá Frakklandi sem tekur á móti Val í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, segir að hans menn búist fastlega við sigri. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport.

„Ég sem þjálfari er svekktur yfir því að hafa ekki tekist að undirbúa þetta betur“
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var ósáttur með hvernig sínir menn mættu til leiks gegn FH í kvöld. Eftir átta leiki án taps í deild og bikar lutu Mosfellingar loks í gras í Kaplakrika í kvöld, 38-33.

„Ef einhver á þetta skilið er það meistari Geir“
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var kátur eftir sigurinn á Aftureldingu, 38-33, í kvöld. Fyrir leikinn var mikil athöfn þegar Geir Hallsteinsson var heiðraður fyrir áratuga framlag til FH og leikmenn liðsins heiðruðu hann líka á sinn hátt, með frábærum leik og góðum sigri.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Afturelding 38-33 | Heiðruðu Geir með frábærum leik
FH vann sinn sjöunda leik í Olís-deild karla í röð þegar liðið lagði Aftureldingu að velli í Kaplakrika í kvöld, 38-33. Þetta var aftur á móti fyrsta tap Mosfellinga í átta deildarleikjum.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 30-26 | Haukar unnu leikinn sem þeir urðu að vinna
Haukar komust aftur á sigurbraut eftir fjögurra marka sigur á ÍR 30-26. Þetta var langt frá því að vera skemmtilegur handboltaleikur en einstaklings gæði Hauka áttu síðasta orðið að lokum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Ekki tapað í átján leikjum í röð gegn Aftureldingu
Fara þarf aftur til 28. september 2016 til að vinna síðasta sigur Aftureldingar á FH. Liðin eigast við í stórleik 13. umferðar Olís-deildar karla í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar.

Mark ársins: Varði boltann yfir allan völlinn og í mark mótherjanna
Markverðir í handbolta hafa komist mun oftar á markalistann á síðustu árum eftir að lið fóru að taka markvörðinn sinn úr markinu. Það þykir þó vera nánast einsdæmi markið sem sænski handboltamarkvörðurinn Gracia Axelsson skoraði á dögunum.

Kristján heldur í vonina en ólíklegt að hann verði með gegn Val
Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður PAUC í Frakkland, segir ólíklegt að hann verði með í leiknum gegn Val í Evrópudeildinni annað kvöld.

FH-ingar heiðra Geir Hallsteinsson í kvöld
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verður meðal þeirra sem heiðra munu Geir Hallsteinsson fyrir leik FH og Aftureldingar í Kaplakrika í kvöld.

Elín Jóna sneri aftur eftir hálfs árs fjarveru
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, sneri aftur á völlinn í gær eftir um sex mánaða fjarveru vegna mjaðmarmeiðsla.

Þórir segir íslenskan handbolta á frábærum stað
Nýkrýndi Evrópumeistarinn Þórir Hergeirsson er afar hrifinn af því sem er að gerast hjá íslensku handboltalandsliðunum.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 29-32 | Stór sigur fyrir Stjörnuna
Stjarnan hélt út gegn Fram og vann 32-29 sigur þegar liðin mættust í Úlfarsárdal, í Olís-deild karla í handbolta.

„Blaðran er ekkert sprungin“
Einar Jónsson, þjálfari Fram í handbolta, segir ákveðna leikmenn úr liðum andstæðinganna njóta sín of vel þegar þeir mæti í Grafarholtið. Í kvöld hafi það verið Tandri Már Konráðsson.

Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Selfoss 18-20 | Selfoss sótti tvö stig á Nesið
Selfoss lagði Gróttu að velli 18-20 í miklum baráttuleik í Olís deild karla í handbolta í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld.

Stórkostlegur Ómar Ingi í naumum sigri
Ómar Ingi Magnússon átti hreint út sagt stórkostlegan leik í sigri Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti einnig leik en Ómar Ingi bar af að þessu sinni.

Umfjöllun: ÍBV - KA 34-30 | Annar sigur Eyjamanna í röð
ÍBV fylgdi síðasta sigri eftir með því að vinna KA nokkuð sannfærandi 34-30. Góður kafli Eyjamanna í fyrri hálfleik lagði grunninn að sterkum sigri. Umfjöllun væntanleg.

Sex íslensk mörk dugðu ekki til gegn Kiel
Íslendingalið Gummersbach mátti þola þriggja marka tap er liðið heimsótti Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 31-28.

Strákarnir okkar hita upp fyrir HM gegn Þjóðverjum
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun mæta Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í tveimur æfingaleikjum áður en heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi hefst þann 11. janúar.

Grátlegt tap Viktors og félaga
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í Nantes máttu þola grátlegt tap er liðið heimsótti Toulouse í frönsku úrvalsdeildinn í handbolta í kvöld, 32-31.

Ólafur hafði betur í Íslendingaslag | Daníel og félagar juku forskotið
Ólafur Guðmundsson og félagar hans í Zürich unnu sterkan tveggja marka sigur er liðið tók á móti svissnesku meisturunum í Íslendingaliði Kadetten Schaffhausen í kvöld, 31-29. Þá eru Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten nú með sex stiga forskot á toppi þýsku B-deildarinnar eftir sex marka sigur gegn Konstanz, 36-30.