Sammála en rifust samt um Þorstein Gauta: „Þú breytir ekkert minni skoðun“ Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2022 12:00 Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur glímt við meiðsli í framhandlegg og ekki getað beitt sér í síðustu þremur leikjum Fram, sem allir hafa tapast. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fram var án Þorsteins Gauta Hjálmarssonar þegar liðið tapaði gegn Stjörnunni í Olís-deildinni í handbolta á sunnudag. Þorsteinn hefur ekki getað beitt sér í sókn Fram í síðustu þremur leikjum sem allir hafa tapast. Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason virtust hjartanlega sammála um mikilvægi Þorsteins Gauta fyrir Fram, liðið sem kom svo skemmtilega á óvart með frábærri frammistöðu framan af leiktíð en hefur nú tapað þremur heimaleikjum í röð. Arnar Daði sýndi skilti með tölfræði Þorsteins Gauta sem er að jafna sig vegna tognunar í framhandleggsvöðva. Þorsteinn Gauti var markahæstur eða næstmarkahæstur í átta af níu leikjum Fram áður en hann meiddist.Seinni bylgjan „Þarna vantar meira að segja að í átta af þessum níu elstu leikjum þá var hann alltaf næstmarkahæstur eða markahæstur. Fyrir mér er þetta þarna svart á hvítu. Þeir sakna hans,“ sagði Arnar Daði. Theodór Ingi tók undir það en benti á að Fram virtist samt enn geta skorað jafnmörg mörk og áður: „Þegar ég fór að skoða þetta þá kom það mér á óvart að þetta bitnar ekki á skoruðum mörkum hjá Fram. Framarar eru að skora í kringum 30 mörk í þessum leikjum sem þeir hafa tapað, eins og fyrr á tímabilinu. Þeir ná að leysa þetta þannig að mörkin eru að koma. En þetta eru allt jafnir leikir og þá er vont að vera ekki með leikmann eins og Þorstein Gauta sem er frábær á þessum mómentum í lok leikja. En ekki síst held ég að hans hlutverk varnarlega sé vanmetið. Þeir sakna hans mikið varnarlega,“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Þorstein Gauta Arnar Daði var hins vegar ekki sáttur við að Theodór drægi úr mikilvægi Þorsteins Gauta í sóknarleik Fram, með því að benda á fjölda skoraðra marka hjá liðinu: „Auðvitað er mikið betra fyrir þá að hafa Þorstein Gauta með sóknarlega. Hann skorar mikið af mörkum og tekur mikið til sín. Auðvitað er þetta afturför í leik Fram. Það væri mikið þægilegra fyrir Einar [Jónsson, þjálfara Fram] að vera með Þorstein Gauta,“ sagði Arnar Daði. „En kom það þér samt ekki á óvart að Fram skori jafnmörg mörk [án Þorsteins Gauta]?“ spurði Theodór. „Nei. En það sem kemur mér ekki á óvart er að þeir séu að tapa þegar Þorsteinn Gauti er ekki að spila sókn,“ svaraði Arnar Daði. „Leyfðu mér að tala maður“ Félagarnir virtust því einhvern veginn að mestu sammála um mikilvægi Þorsteins Gauta fyrir Fram en tókst samt að rífast eins og gömul hjón um málið. „Leyfðu mér að tala maður. Sjitt,“ sagði Arnar Daði á einum tímapunkti og bætti við: „Þú breytir ekkert minni skoðun. Hafðu það alveg á hreinu.“ „Nei, ég er löngu búinn að átta mig á því,“ svaraði Theodór en umræðuna alla má sjá hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild karla Fram Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason virtust hjartanlega sammála um mikilvægi Þorsteins Gauta fyrir Fram, liðið sem kom svo skemmtilega á óvart með frábærri frammistöðu framan af leiktíð en hefur nú tapað þremur heimaleikjum í röð. Arnar Daði sýndi skilti með tölfræði Þorsteins Gauta sem er að jafna sig vegna tognunar í framhandleggsvöðva. Þorsteinn Gauti var markahæstur eða næstmarkahæstur í átta af níu leikjum Fram áður en hann meiddist.Seinni bylgjan „Þarna vantar meira að segja að í átta af þessum níu elstu leikjum þá var hann alltaf næstmarkahæstur eða markahæstur. Fyrir mér er þetta þarna svart á hvítu. Þeir sakna hans,“ sagði Arnar Daði. Theodór Ingi tók undir það en benti á að Fram virtist samt enn geta skorað jafnmörg mörk og áður: „Þegar ég fór að skoða þetta þá kom það mér á óvart að þetta bitnar ekki á skoruðum mörkum hjá Fram. Framarar eru að skora í kringum 30 mörk í þessum leikjum sem þeir hafa tapað, eins og fyrr á tímabilinu. Þeir ná að leysa þetta þannig að mörkin eru að koma. En þetta eru allt jafnir leikir og þá er vont að vera ekki með leikmann eins og Þorstein Gauta sem er frábær á þessum mómentum í lok leikja. En ekki síst held ég að hans hlutverk varnarlega sé vanmetið. Þeir sakna hans mikið varnarlega,“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Þorstein Gauta Arnar Daði var hins vegar ekki sáttur við að Theodór drægi úr mikilvægi Þorsteins Gauta í sóknarleik Fram, með því að benda á fjölda skoraðra marka hjá liðinu: „Auðvitað er mikið betra fyrir þá að hafa Þorstein Gauta með sóknarlega. Hann skorar mikið af mörkum og tekur mikið til sín. Auðvitað er þetta afturför í leik Fram. Það væri mikið þægilegra fyrir Einar [Jónsson, þjálfara Fram] að vera með Þorstein Gauta,“ sagði Arnar Daði. „En kom það þér samt ekki á óvart að Fram skori jafnmörg mörk [án Þorsteins Gauta]?“ spurði Theodór. „Nei. En það sem kemur mér ekki á óvart er að þeir séu að tapa þegar Þorsteinn Gauti er ekki að spila sókn,“ svaraði Arnar Daði. „Leyfðu mér að tala maður“ Félagarnir virtust því einhvern veginn að mestu sammála um mikilvægi Þorsteins Gauta fyrir Fram en tókst samt að rífast eins og gömul hjón um málið. „Leyfðu mér að tala maður. Sjitt,“ sagði Arnar Daði á einum tímapunkti og bætti við: „Þú breytir ekkert minni skoðun. Hafðu það alveg á hreinu.“ „Nei, ég er löngu búinn að átta mig á því,“ svaraði Theodór en umræðuna alla má sjá hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild karla Fram Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira