Handbolti

Geir heiðraður með pompi og prakt | Myndir og myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Geir Hallsteinsson virðir fyrir sér innrammaða ljósmynd sem hann fékk að gjöf.
Geir Hallsteinsson virðir fyrir sér innrammaða ljósmynd sem hann fékk að gjöf. vísir/hulda margrét

FH-inga heiðruðu einn sinn dáðasta son, Geir Hallsteinsson, fyrir áratuga langt starf fyrir félagið fyrir leik gegn Mosfellingum í Olís-deild karla í handbolta í gær.

Geir hættir störfum í íþróttahúsinu í Kaplakrika um áramótin. Þar með lýkur formlega störfum hans fyrir FH. Geir hefur starfað í íþróttahúsinu í Kaplakrika frá opnum þess 1990. Hann var áður leikmaður FH, þjálfari, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar félagsins og forstöðumaður íþróttahússins.

Klippa: Geir heiðraður

Mikið var um dýrðir fyrir leikinn gegn Aftureldingu í gær. Leikmenn Íslandsmeistaraliðs FH 1984, sem Geir þjálfaði, stóðu heiðursvörð fyrir hann og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti stutta ræðu sem endaði á ferföldu húrrahrópi fyrir Geir. Þá tók Friðrik Dór Jónsson lagið.

Leikmenn FH gerðu líka sitt til að heiðra Geir en þeir unnu leikinn gegn Aftureldingu, 38-33. Þetta var sjöundi deildarsigur FH-inga í röð.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndband frá athöfninni fyrir leik FH og Aftureldingar í gær sem og myndir Huldu Margrétar Óladóttur frá henni.

Íslandsmeistaralið FH frá 1984.vísir/hulda margrét
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, afhendir Geir blómvönd.vísir/hulda margrét
Geir tekur í spaðann á Ásgeiri Jónssyni, formanni handknattleiksdeildar FH.vísir/hulda margrét
Viðar Halldórsson, formaður FH, og Geir.vísir/hulda margrét
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Geir, Guðmundur Magnússon og Sverrir Kristinsson.vísir/hulda margrét
Friðrik Dór Jónsson mætti með gítarinn.vísir/hulda margrét
Geir sat með Guðna og Íslandsmeistaraliðinu 1984 á leiknum.vísir/hulda margrét
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.