Leikurinn í kvöld fór fram á heimavelli Metzingen en í deildinni er Metzingen í tíunda sæti deildarinnar með fjögur stig eftir sex leiki en Thuringer í öðru sæti og hefur aðeins tapað einum leik í vetur.
Thuringer var tveimur mörkum yfir í hálfleik, leiddi þá 16-14 og hélt forystunni aðeins inn í seinni hálfleikinn. Í stöðunni 28-26 gestunum í vil skoraði Metzinger hins vegar þrjú mörk í röð og náði forystunni.
Thuringer tókst að jafna í nokkur skipti eftir það en Metzinger komst í 33-30 þegar skammt var eftir og átti þá sigurinn vísan. Lokatölur 34-32 og Metzinger komið áfram í bikarnum.
Sandra skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum fyrir Metzinger í kvöld en hún er á sínu fyrsta tímabili með liðinu.