Gústi mætti dóttur sinni: Nú fer ég og kveiki aftur á mér heima Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 3. desember 2022 16:01 Ágúst á hliðarlínunni í leiknum. Vísir/Hulda Margrét „Við náðum að keyra vel á þær í 60 mínútur og vorum að rúlla liðinu vel. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir tólf marka sigur á Selfossi, í Olís-deild kvenna í dag, lokatölur 35-23. „Við vorum með góða markvörslu allan tímann. Um leið og við þéttum varnarleikinn í seinni hálfleik þá náðum við að rúlla yfir þær.“ „Selfoss er að mínu mati með gott lið, þær eru með mjög góða útilínu. Það munar um meidda leikmenn hjá þeim, þær eru ekki með jafnstóran hóp og við. Við náðum ágætis tökum á þessu. Við náðum að spila á fleiri leikmönnum og ég held að það hafi vegið mjög þungt,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi eftir leik. Það voru ellefu leikmenn sem komust á blað hjá Val í dag. Það gladdi þjálfarann. „Það er mjög jákvætt. Við erum með stóran hóp eins og síðustu ár. Það er líka af því að við erum að fá leikmenn í gegnum starfið hjá okkur. Við höfum alltaf verið dugleg að reyna að gefa mínútur hér og þar. Þetta er jákvætt.“ „Ég er fyrst og fremst feginn að þessi leikur sé búinn, ég er ánægður með það. Þetta er búið að vera erfið vika heima fyrir.” Þetta sagði Ágúst vegna þess að í hinu liðinu, í liði Selfoss, er dóttir hans Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún er hjá Selfoss á láni frá Val eftir að hafa meiðst alvarlega á síðustu ár. Hún er að koma sér aftur í gang eftir meiðslin. „Ég er ánægður að þessi leikur sé búinn og að við unnum. Núna eru allir vinir í fjölskyldunni. Ég skal viðurkenna að þetta var mjög spes, og er búið að vera mjög spes í vikunni fyrir leik. Ég er búinn að vera í hálfgerðum feluleik með hlutina því ég ræði mikið handbolta heima, sérstaklega við Ásdísi sem pælir mikið í leiknum. Ég lét lítið fyrir mér fara heima, en ég er feginn að við unnum og nú fer ég og kveiki aftur á mér heima.“ Er möguleiki á því að Valur muni kalla Ásdísi til baka úr láninu? „Það gæti vel verið. Við skoðum það rólegheitum. Hún er í góðum málum á Selfossi og hefur verið að bæta sig mikið þar. Mér finnst gaman að sjá hana þar, en auðvitað er hún Valsari og við viljum hafa hana hjá okkur. Við tökum stöðuna út frá leikmannahópnum og út frá því hvað er best fyrir hana sjálfa.“ Níu sigrar í níu leikjum. Hversu lengi mun þessi sigurganga lifa? „Það verður að koma í ljós. Við reynum að einbeita á einn leik í einu. Það er gamla klisjan. Það er Fram næst og það er gífurlega vel mannað lið. Við þurfum að undirbúa okkur vel,“ sagði Ágúst. Olís-deild kvenna Valur UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 35-23 | Valskonur enn með fullt hús stiga Valur er með fullt hús stiga eftir níu umferðir í Olís-deild kvenna í handknattleik. Þær unnu 35-23 stórsigur á Selfossi á heimavelli sínum í dag. 3. desember 2022 15:06 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
„Við vorum með góða markvörslu allan tímann. Um leið og við þéttum varnarleikinn í seinni hálfleik þá náðum við að rúlla yfir þær.“ „Selfoss er að mínu mati með gott lið, þær eru með mjög góða útilínu. Það munar um meidda leikmenn hjá þeim, þær eru ekki með jafnstóran hóp og við. Við náðum ágætis tökum á þessu. Við náðum að spila á fleiri leikmönnum og ég held að það hafi vegið mjög þungt,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi eftir leik. Það voru ellefu leikmenn sem komust á blað hjá Val í dag. Það gladdi þjálfarann. „Það er mjög jákvætt. Við erum með stóran hóp eins og síðustu ár. Það er líka af því að við erum að fá leikmenn í gegnum starfið hjá okkur. Við höfum alltaf verið dugleg að reyna að gefa mínútur hér og þar. Þetta er jákvætt.“ „Ég er fyrst og fremst feginn að þessi leikur sé búinn, ég er ánægður með það. Þetta er búið að vera erfið vika heima fyrir.” Þetta sagði Ágúst vegna þess að í hinu liðinu, í liði Selfoss, er dóttir hans Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún er hjá Selfoss á láni frá Val eftir að hafa meiðst alvarlega á síðustu ár. Hún er að koma sér aftur í gang eftir meiðslin. „Ég er ánægður að þessi leikur sé búinn og að við unnum. Núna eru allir vinir í fjölskyldunni. Ég skal viðurkenna að þetta var mjög spes, og er búið að vera mjög spes í vikunni fyrir leik. Ég er búinn að vera í hálfgerðum feluleik með hlutina því ég ræði mikið handbolta heima, sérstaklega við Ásdísi sem pælir mikið í leiknum. Ég lét lítið fyrir mér fara heima, en ég er feginn að við unnum og nú fer ég og kveiki aftur á mér heima.“ Er möguleiki á því að Valur muni kalla Ásdísi til baka úr láninu? „Það gæti vel verið. Við skoðum það rólegheitum. Hún er í góðum málum á Selfossi og hefur verið að bæta sig mikið þar. Mér finnst gaman að sjá hana þar, en auðvitað er hún Valsari og við viljum hafa hana hjá okkur. Við tökum stöðuna út frá leikmannahópnum og út frá því hvað er best fyrir hana sjálfa.“ Níu sigrar í níu leikjum. Hversu lengi mun þessi sigurganga lifa? „Það verður að koma í ljós. Við reynum að einbeita á einn leik í einu. Það er gamla klisjan. Það er Fram næst og það er gífurlega vel mannað lið. Við þurfum að undirbúa okkur vel,“ sagði Ágúst.
Olís-deild kvenna Valur UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 35-23 | Valskonur enn með fullt hús stiga Valur er með fullt hús stiga eftir níu umferðir í Olís-deild kvenna í handknattleik. Þær unnu 35-23 stórsigur á Selfossi á heimavelli sínum í dag. 3. desember 2022 15:06 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 35-23 | Valskonur enn með fullt hús stiga Valur er með fullt hús stiga eftir níu umferðir í Olís-deild kvenna í handknattleik. Þær unnu 35-23 stórsigur á Selfossi á heimavelli sínum í dag. 3. desember 2022 15:06