Handbolti

Elín Jóna sneri aftur eftir hálfs árs fjarveru

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elín Jóna Þorsteinsdóttir er kominn aftur út á parketið.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir er kominn aftur út á parketið. vísir/hulda margrét

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, sneri aftur á völlinn í gær eftir um sex mánaða fjarveru vegna mjaðmarmeiðsla.

Elín Jóna varði sex skot þegar Ringkøbing sigraði Skanderborg á heimavelli, 26-24, eða 22 prósent þeirra skota sem hún fékk á sig. Handbolti.is greindi frá.

Þetta var fyrsti leikur Elínar Jónu eftir að hún gekkst undir aðgerð á mjöðm. Hún varð fyrir meiðslunum í landsleik Íslands og Svíþjóðar í undankeppni EM síðasta vor.

Elín Jóna hafði verið á skýrslu í einum leik með Ringkøbing fyrir hléið sem var gert vegna Evrópumótsins en kom ekkert inn á. Hún var hins vegar mætt út á gólfið í gær og lék allan leikinn gegn Skanderborg.

Seltirningurinn hefur leikið í Danmörku síðan 2018, fyrst með Vendsyssel og svo með Ringkøbing frá því í fyrra.

Ringkøbing er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með sex stig eftir níu leiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.