Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2022 09:01 Herbergisfélagarnir Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson fagna góðum sigri á Ólympíuleikunum í Peking. vísir/vilhelm Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. Línumaðurinn öflugi sagði frá upphafi atvinnumannaferilsins í öðrum þætti hlaðvarpsins Stórasta landið þar sem fjallað er um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Róbert hafði þá verið atvinnumaður í nokkur ár en það var í raun tilviljun háð að hann fékk sitt fyrsta tækifæri í atvinnumennsku. Hann fór nefnilega með konunni sinni til Danmerkur 2002 þegar hún nam læknisfræði þar í landi. „Á þessum tíma var ég mjög góður á Íslandi og kominn í landsliðshópinn en það var enginn að pæla í mér úti. Konan fór út í janúar/febrúar en ég kláraði tímabilið með Fram. Ég sagði við Frammarana að ég ætlaði fara út, sama hvað, og elta hana. Ég var ekki með neitt lið,“ sagði Róbert. Eina liðið sem sýndi honum áhuga var í Kaupmannahöfn en það kom ekki til greina þar sem fjölskyldan var í Árósum. Róbert endaði svo á því að hafa samband við AGF en Aron Kristjánsson, fyrrverandi samherji hans í landsliðinu og seinna landsliðsþjálfari, hjálpaði honum við leitina að liði. „Þeir sögðu að ég mætti alveg mæta en þeir þyrftu ekki á línumanni að halda; væru nýbúnir kaupa unglingalandsliðsmann og eina gamla hetju, Árósastrákur sem hafði verið í landsliðinu. Ég var uppfullur af sjálfstrausti og hugsaði að ég væri betri en allir þessir gæjar en vissi ekki hvernig þeir litu út.“ Róbert byrjaði að æfa með AGF og þeir buðu honum samning sem hann gat ekki hafnað eins og hann komst að orði. „Ástæðan var ekki upphæðin heldur því ég vildi ekki vera neins staðar annars staðar. Fyrsta tímabilið var ég bara með og fékk varla borgað,“ sagði Róbert sem tróð sér fram fyrir hina línumennina og varð einn besti línumaður dönsku úrvalsdeildarinnar. Eftir sæmilegt fyrsta tímabil kom Erik Veje Rasmussen og tók við AGF. Hann hafði þá áður þjálfað Flensburg og gert liðið að tvöföldum meisturum í Þýskalandi. Róbert tekur skot í leiknum gegn Egyptalandi í Peking.vísir/vilhelm „Við vorum allir einhver „nobodies“. Enginn vissi hverjir við vorum. Á þriðja árinu áttum við svo frábært tímabil og fórum í úrslitaleik við Kolding sem var þá á svipuðum stað og Álaborg er núna. Róbert sló algjörlega í gegn og bætti meðal annars markamet dönsku deildarinnar. Það met stóð allt þar til Emil Jakobsen sló það í fyrra. „Það var frábært og æðislegt tímabil,“ sagði Róbert en samhliða þessu fékk hann meira að spila með landsliðinu og raðaði inn mörkum þar. Hlusta má á annan þátt Stórasta landsins í spilarnaum hér fyrir ofan. Handbolti Stórasta landið Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Línumaðurinn öflugi sagði frá upphafi atvinnumannaferilsins í öðrum þætti hlaðvarpsins Stórasta landið þar sem fjallað er um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Róbert hafði þá verið atvinnumaður í nokkur ár en það var í raun tilviljun háð að hann fékk sitt fyrsta tækifæri í atvinnumennsku. Hann fór nefnilega með konunni sinni til Danmerkur 2002 þegar hún nam læknisfræði þar í landi. „Á þessum tíma var ég mjög góður á Íslandi og kominn í landsliðshópinn en það var enginn að pæla í mér úti. Konan fór út í janúar/febrúar en ég kláraði tímabilið með Fram. Ég sagði við Frammarana að ég ætlaði fara út, sama hvað, og elta hana. Ég var ekki með neitt lið,“ sagði Róbert. Eina liðið sem sýndi honum áhuga var í Kaupmannahöfn en það kom ekki til greina þar sem fjölskyldan var í Árósum. Róbert endaði svo á því að hafa samband við AGF en Aron Kristjánsson, fyrrverandi samherji hans í landsliðinu og seinna landsliðsþjálfari, hjálpaði honum við leitina að liði. „Þeir sögðu að ég mætti alveg mæta en þeir þyrftu ekki á línumanni að halda; væru nýbúnir kaupa unglingalandsliðsmann og eina gamla hetju, Árósastrákur sem hafði verið í landsliðinu. Ég var uppfullur af sjálfstrausti og hugsaði að ég væri betri en allir þessir gæjar en vissi ekki hvernig þeir litu út.“ Róbert byrjaði að æfa með AGF og þeir buðu honum samning sem hann gat ekki hafnað eins og hann komst að orði. „Ástæðan var ekki upphæðin heldur því ég vildi ekki vera neins staðar annars staðar. Fyrsta tímabilið var ég bara með og fékk varla borgað,“ sagði Róbert sem tróð sér fram fyrir hina línumennina og varð einn besti línumaður dönsku úrvalsdeildarinnar. Eftir sæmilegt fyrsta tímabil kom Erik Veje Rasmussen og tók við AGF. Hann hafði þá áður þjálfað Flensburg og gert liðið að tvöföldum meisturum í Þýskalandi. Róbert tekur skot í leiknum gegn Egyptalandi í Peking.vísir/vilhelm „Við vorum allir einhver „nobodies“. Enginn vissi hverjir við vorum. Á þriðja árinu áttum við svo frábært tímabil og fórum í úrslitaleik við Kolding sem var þá á svipuðum stað og Álaborg er núna. Róbert sló algjörlega í gegn og bætti meðal annars markamet dönsku deildarinnar. Það met stóð allt þar til Emil Jakobsen sló það í fyrra. „Það var frábært og æðislegt tímabil,“ sagði Róbert en samhliða þessu fékk hann meira að spila með landsliðinu og raðaði inn mörkum þar. Hlusta má á annan þátt Stórasta landsins í spilarnaum hér fyrir ofan.
Handbolti Stórasta landið Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira