Handbolti

„Mér fannst við eiga inni“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega svekktur eftir tap Valsmanna gegn PAUC í kvöld.
Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega svekktur eftir tap Valsmanna gegn PAUC í kvöld. vísir/Diego

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega svekktur eftir tap liðsins gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn voru með leikinn í höndum sér framan af í síðari hálfleik, en Frakkarnir sigldu fram úr á lokakaflanum.

„Þetta er bara mjög sárt. Ég er bara fúll og vonsvikinn af því að við spiluðum ágætisleik,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum.

„Samt sem áður eru fyrstu viðbrögð hjá mér að mér fannst við eiga inni. Ég hef sagt það margoft að við þurfum alltaf dúndurleiki í þessari keppni því annars erum við í veseni. En við lögðum allt í þetta og ég held að það sé ekkert mikið eftir á tankinum hjá mörgum.“

„Við vorum komnir í góða stöðu og þá sértaklega í seinni hálfleik, en svo eru þetta einhver stangarskot hér og þar og kannski aðeins of mikið af tæknifeilum sem er bara of mikið á móti svona liði.“

„En engu að síður geggjuð barátta í liðinu og auðvitað erum við að spila á móti toppliði í Frakklandi og við áttum alveg í einhverjum vandræðum, sérstaklega varnarlega. Þetta er sérstaklega fúlt þegar manni finnst að það hafi verið tækifæri á að stela þessu hérna í kvöld,“ sagði Snorri að lokum.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: PAUC - Valur 32-29 | Stöngin út hjá Val í Frakklandi

Eftir frábæra frammistöðu lengst af varð Valur að játa sig sigraðan gegn PAUC, 32-29, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var annað tap Valsmanna í Evrópudeildinni í röð en þriðji sigur Frakkanna í röð. Kristján Örn Kristjánsson lék ekki með PAUC í kvöld vegna meiðsla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.