Leikirnir tveir fara fram í Þýskalandi, í Bremen og Hannover, og verða þeir leiknir 7. og 8. janúar í byrjun næsta árs. Tveimur dögum síðar liggur leið liðsins svo til Kristianstad í Svíþjóð þar sem riðill íslenska liðsins verður spilaður.
Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland og Þýskaland mætast síðan Alfreð tók við þjálfun þýska liðsins, en eins og gefur að skilja munu liðin tvö nýta þessa æfingaleiki til að hita upp fyrir heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi. Þar verður íslenska liðið í riðli með Ungverjalandi, Portúgal og Suður-Kóreu, en Þjóðverjar mæta Katar, Serbíu og Alsír.
Íslenska liðið kemur saman til æfinga þann 2. janúar næstkomandi hér á landi, en Guðmundur Guðmundsson, þjálfari liðsins, valdi 35 manna hóp í gær. Samkvæmt heimildum handbolti.is munu 19 eða 20 leikmenn verða valdir til æfinga og þeir svo taka þátt á HM.
Samkvæmt heimildum handbolti.is munu 19 eða 20 leikmenn verða valdir til æfinga og þeir svo taka þátt á HM.