Fattaði að hann væri ekki nógu góður leikmaður og kom Stjörnunni á flug Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2022 13:31 Hrannar Guðmundsson hefur verið að gera mjög góða hluti sem þjálfari Stjörnunnar. Stöð 2 Sport Hrannar Guðmundsson segist ekki geta ímyndað sér betri þjálfarakennslu en hann fékk við störf sín hjá ÍR og Aftureldingu, áður en hann tók í fyrsta sinn við sem aðalþjálfari kvennaliðs. Hann hefur stýrt Stjörnunni upp á himininn á sínu fyrsta ári. Hrannar tók við Stjörnunni af Rakel Dögg Bragadóttur í byrjun þessa árs. Liðið endað í 5. sæti Olís-deildarinnar í vor og féll strax úr leik í úrslitakeppninni. Á yfirstandandi leiktíð hefur liðið hins vegar unnið alla sína leiki nema einn, gegn Val á útivelli, og nú síðast vann liðið Íslandsmeistara Fram með fádæma yfirburðum, 33-21. Fram hefur ekki tapað svo stórt á heimavelli í fjölda ára. „Ég hafði mikla trú á þessu liði. Mér fannst þetta rétt skref hjá mér að taka. Lið með hörkuleikmenn og góða umgjörð. Allt til þess að verða gott lið,“ segir Hrannar í ítarlegu viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem sjá má hér að neðan. Klippa: Hrannari gengur allt í hag með Stjörnunni Svava benti á að einhverjir hefðu orðið hissa á ráðningu Hrannars í stað Rakelar, enda hafði hann þá aldrei verið aðalþjálfari. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég þjálfa stelpur. Ég var búinn að vinna með Bjarna Fritz, Gunnari Magnússyni og Einari Andra [Einarssyni]. Ég held að ég hefði ekki getað fengið betri skóla. Að sama skapi held ég að það hafi verið gott fyrir stelpurnar að fá þjálfara úr karlaboltanum, með öðruvísi hugmyndir. Hvort einhverjir hafi gagnrýnt að ég væri að taka við, ég veit svo sem ekkert um það, en ég veit alveg hvað ég get, hef brennandi áhuga á þjálfun og mikinn metnað. Ég held að þetta hafi verið gott fyrir alla aðila. Fyrir mér skiptir ekki máli hvort um stelpur eða stráka er að ræða. Ef það er mikill metnaður til staðar þá finnst mér það spennandi,“ segir Hrannar. „Fann hvað ég hafði mikinn metnað fyrir þessu“ Hrannar er aðeins þrítugur en hvernig kom það til að hann skellti sér í þjálfun? „Það var kannski þegar ég fattaði að ég væri ekki nógu góður leikmaður. Bjarni Fritzson hringdi í mig og spurði hvort ég vildi verða aðstoðarþjálfari hjá ÍR, 25 ára. Það var mikið búst. Ég var þar í tvö ár í geggjuðum skóla, fór svo til Einars Andra í Mosó og fann hvað ég hafði mikinn metnað fyrir þessu. Ég hélt áfram með Gunnari Magnússyni og svo kom þetta tækifæri til að verða aðalþjálfari. Ég var búinn að neita einhverjum tilboðum sem ég taldi ekki vera rétt skref en þetta [að taka við Stjörnunni] fannst mér hárrétt skref,“ segir Hrannar. Aðspurður hvort eitthvað sérstakt hafi gert gæfumuninn fyrir Stjörnuna á þessari leiktíð er Hrannar ekki í vafa: „Hvernig við ákváðum í sameiningu að við þyrftum að taka líkamlegt atgervi hjá liðinu og komast í betra stand. Við hlaupum mikið, lyftum mikið og æfum mjög stíft. Ég held að það hafi kannski sýnt sig að við erum í hörkustandi. Við spilum rosalega hratt, keyrum mikið og erum með agressíva vörn. Við erum ekki með neitt rosalega stóran hóp, ungan varamannabekk, svo við þurfum stundum að spila á fáum leikmönnum en náum samt að halda tempóinu uppi,“ segir Hrannar. Hanna geggjuð týpa og Lena hæfileikabúnt „Þetta er geggjaður hópur. Frábær blanda af ungum og gömlum leikmönnum. Það er ekki stemningsleysi hjá okkur,“ segir Hrannar en hann er meðal annars með hina mögnuðu og 43 ára gömlu Hönnu G. Stefánsdóttur í sínum hópi: „Hún er geggjaður leikmaður og algjörlega geggjuð týpa. Að sama skapi erum við líka með stelpur á meistaraflokksæfingum, sem hafa verið að spila mikið með okkur, Bryndísi og Vigdísi sem eru 14 ára. Svo við erum með allan skalann,“ segir Hrannar. Lena Margrét Valdimarsdóttir hefur einnig vakið mikla athygli með frammistöðu sinni: „Lena er þvílíkt talent. Hún átti kannski svolítið erfitt fyrsta tímabil en ég held að það sé alveg eðlilegt. Það er rosalegt stökk að koma úr Grillinu, eftir að hafa verið best þar, og gera eitthvað í Olís-deildinni. En við erum búin að breyta aðeins leikstílnum hennar líka og hún er bara búin að vera frábær. Hún er topp 3 markahæst í deildinni og topp 3 stoðsendingahæst, en tekur samt ekki vítin. Hún er frábær leikmaður,“ segir Hrannar en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild kvenna Handbolti Stjarnan Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Hrannar tók við Stjörnunni af Rakel Dögg Bragadóttur í byrjun þessa árs. Liðið endað í 5. sæti Olís-deildarinnar í vor og féll strax úr leik í úrslitakeppninni. Á yfirstandandi leiktíð hefur liðið hins vegar unnið alla sína leiki nema einn, gegn Val á útivelli, og nú síðast vann liðið Íslandsmeistara Fram með fádæma yfirburðum, 33-21. Fram hefur ekki tapað svo stórt á heimavelli í fjölda ára. „Ég hafði mikla trú á þessu liði. Mér fannst þetta rétt skref hjá mér að taka. Lið með hörkuleikmenn og góða umgjörð. Allt til þess að verða gott lið,“ segir Hrannar í ítarlegu viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem sjá má hér að neðan. Klippa: Hrannari gengur allt í hag með Stjörnunni Svava benti á að einhverjir hefðu orðið hissa á ráðningu Hrannars í stað Rakelar, enda hafði hann þá aldrei verið aðalþjálfari. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég þjálfa stelpur. Ég var búinn að vinna með Bjarna Fritz, Gunnari Magnússyni og Einari Andra [Einarssyni]. Ég held að ég hefði ekki getað fengið betri skóla. Að sama skapi held ég að það hafi verið gott fyrir stelpurnar að fá þjálfara úr karlaboltanum, með öðruvísi hugmyndir. Hvort einhverjir hafi gagnrýnt að ég væri að taka við, ég veit svo sem ekkert um það, en ég veit alveg hvað ég get, hef brennandi áhuga á þjálfun og mikinn metnað. Ég held að þetta hafi verið gott fyrir alla aðila. Fyrir mér skiptir ekki máli hvort um stelpur eða stráka er að ræða. Ef það er mikill metnaður til staðar þá finnst mér það spennandi,“ segir Hrannar. „Fann hvað ég hafði mikinn metnað fyrir þessu“ Hrannar er aðeins þrítugur en hvernig kom það til að hann skellti sér í þjálfun? „Það var kannski þegar ég fattaði að ég væri ekki nógu góður leikmaður. Bjarni Fritzson hringdi í mig og spurði hvort ég vildi verða aðstoðarþjálfari hjá ÍR, 25 ára. Það var mikið búst. Ég var þar í tvö ár í geggjuðum skóla, fór svo til Einars Andra í Mosó og fann hvað ég hafði mikinn metnað fyrir þessu. Ég hélt áfram með Gunnari Magnússyni og svo kom þetta tækifæri til að verða aðalþjálfari. Ég var búinn að neita einhverjum tilboðum sem ég taldi ekki vera rétt skref en þetta [að taka við Stjörnunni] fannst mér hárrétt skref,“ segir Hrannar. Aðspurður hvort eitthvað sérstakt hafi gert gæfumuninn fyrir Stjörnuna á þessari leiktíð er Hrannar ekki í vafa: „Hvernig við ákváðum í sameiningu að við þyrftum að taka líkamlegt atgervi hjá liðinu og komast í betra stand. Við hlaupum mikið, lyftum mikið og æfum mjög stíft. Ég held að það hafi kannski sýnt sig að við erum í hörkustandi. Við spilum rosalega hratt, keyrum mikið og erum með agressíva vörn. Við erum ekki með neitt rosalega stóran hóp, ungan varamannabekk, svo við þurfum stundum að spila á fáum leikmönnum en náum samt að halda tempóinu uppi,“ segir Hrannar. Hanna geggjuð týpa og Lena hæfileikabúnt „Þetta er geggjaður hópur. Frábær blanda af ungum og gömlum leikmönnum. Það er ekki stemningsleysi hjá okkur,“ segir Hrannar en hann er meðal annars með hina mögnuðu og 43 ára gömlu Hönnu G. Stefánsdóttur í sínum hópi: „Hún er geggjaður leikmaður og algjörlega geggjuð týpa. Að sama skapi erum við líka með stelpur á meistaraflokksæfingum, sem hafa verið að spila mikið með okkur, Bryndísi og Vigdísi sem eru 14 ára. Svo við erum með allan skalann,“ segir Hrannar. Lena Margrét Valdimarsdóttir hefur einnig vakið mikla athygli með frammistöðu sinni: „Lena er þvílíkt talent. Hún átti kannski svolítið erfitt fyrsta tímabil en ég held að það sé alveg eðlilegt. Það er rosalegt stökk að koma úr Grillinu, eftir að hafa verið best þar, og gera eitthvað í Olís-deildinni. En við erum búin að breyta aðeins leikstílnum hennar líka og hún er bara búin að vera frábær. Hún er topp 3 markahæst í deildinni og topp 3 stoðsendingahæst, en tekur samt ekki vítin. Hún er frábær leikmaður,“ segir Hrannar en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild kvenna Handbolti Stjarnan Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira