Fleiri fréttir

Ten Hag vill sóknar­mann í janúar

Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, vill fá inn sóknarmann í stað Cristiano Ronaldo þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Jafnt í slagnum um Manchester

Manchester City og Manchester United áttust við í efstu deild kvenna í fótbolta á Englandi í dag. Gestirnir í United hafa leikið einkar vel á þessari leiktíð en höfðu ekki enn unnið nágranna sína í deildarleik. Það breyttist ekki í dag þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

María lék allan leikinn í öruggum sigri Man United

Manchester United vann öruggan 4-1 sigur á Everton í enska deildarbikarnum í fótbolta í kvöld. María Þórisdóttir lék allan leikinn í vörn Man United. Þá vann Manchester City 2-0 útisigur á Liverpool.

Nkunku fer til Chelsea næsta sumar

Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir að franski sóknarmaðurinn Christopher Nkunku fari til enska fótboltafélagsins Chelsea sumarið 2023. Nkunku á að baki 8 A-landsleiki fyrir Frakkland og var einn þeirra sem átti að fara til Katar þar sem HM fer nú fram. Hann þurfti hins vegar að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Klopp fær meiri völd hjá Liverpool

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fær að hafa meira um það að segja hvaða leikmenn félagið kaupir eftir að Julian Ward hættir störfum.

Fyrrverandi dýrasti leikmaður Liverpool látinn

Liverpool missti einn úr fjölskyldunni í gær. David Johnson, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, er látinn eftir glímu við krabbamein. Hann var 71 árs gamall.

Ron­aldo í tveggja leikja bann

Cristiano Ronaldo var í dag dæmdur í tveggja leikja bann vegna atviks sem átti sér stað á síðustu leiktíð. Bannið mun ekki hafa áhrif á leiki hans með Portúgal á HM en mun taka gildi sama með hvaða félagsliði hann mun spila næst. Einnig var hann sektaður um 50 þúsund pund.

Guardiola framlengir við City

Stuðningsmenn Manchester City fengu góðar fréttir í morgunsárið því Pep Guardiola hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við liðið.

„Við þurftum þessa góðu byrjun“

Bukayo Saka var alsæll eftir 6-2 stórsigur Englands gegn Íran í fyrsta leik á HM í Katar, eftir að Englendingar höfðu ekki unnið neinn af sex leikjum sínum í Þjóðadeildinni á þessu ári.

Harry Kane óttast hvorki gult spjald né sekt

Harry Kane ætlar ekki að láta hótanir Alþjóða knattspyrnusambandsins stoppa sig í því að nota „OneLove“ fyrirliðabandið í fyrsta leik enska landsliðsins á HM í Katar í dag. Hann staðfesti á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Íran að hann vilji bera bandið á HM

United íhugar að reka Ronaldo

Manchester United vinnur nú að því að reka Cristiano Ronaldo frá félaginu. Portúgalinn gerði sem kunnugt er allt vitlaust með viðtalinu umtalaða við Piers Morgan.

Gerðu grín að Neville og svo tók Scholes undir

Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins í fótbolta, rifjaði upp skemmtilega sögu frá sínum ferli þegar hann mætti á Craven Cottage á sunnudag í hlutverki sparkspekings.

Ískalt handaband þegar Fernandes og Ronaldo hittust

Viðtalið umtalaða sem Cristiano Ronaldo fór í, þar sem hann setti út á ýmislegt varðandi Manchester United, virðist hafa fallið illa í kramið hjá liðsfélaga hans í United og portúgalska landsliðinu, Bruno Fernandes.

Segir að eig­endunum sé sama um fé­lagið

Annar hluti af drottningarviðtali Piers Morgan við Cristiano Ronaldo var birtur í kvöld. Þar segir Ronaldo að Glazer-fjölskyldunni, eigendum Manchester United, sé sama um félagið. Þá gagnrýnir hann Gary Neville og aðra fyrrum leikmenn Manchester United.

Segir að allir muni styðja Ten Hag nema Ferdinand, Keane og Evra

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að Cristiano Ronaldo hafi skorað sjálfsmark með viðtali sínu við Piers Morgan. Hann segir að nær allir stuðningsmenn United myndi styðja Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, frekar en Ronaldo.

Reiðir og sárir út í Ronaldo

Ráðamenn og leikmenn Manchester United eru reiðir og telja sig illa svikna vegna viðtalsins sem Cristiano Ronaldo fór í. Brot úr viðtalinu fóru að birtast skömmu eftir leik við Fulham í gær sem Ronaldo sagðist of veikur til að ferðast í.

Arteta: Bjóst enginn við þessu

Sigur Arsenal á Úlfunum á laugardag var tólfti sigurleikur liðsins í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Liðið fer með örugga fimm stiga forystu inn í hléið sem nú hefst vegna HM í Katar. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði engan hafa búist við því að liðið myndi byrja tímabilið jafnvel og raun ber vitni.

Sjá næstu 50 fréttir