Enski boltinn

Liverpool stjarnan frá í þrjá mánuði í viðbót

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Diaz meiddist í æfingabúðum Liverpool í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Luis Diaz meiddist í æfingabúðum Liverpool í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Getty/Ian MacNicol

Liverpool var að vonast eftir því að fá kólumbíska framherjann Luis Diaz sterkan inn eftir HM-fríið en af því verður ekki.

The Athletic segir frá þessum leiðinlegu tíðindum sem eru áfall fyrir Liverpool sem hefur verið óheppið með meiðsli leikmanna undanfarin misseri.

Diaz meiddist í æfingabúðum Liverpool í Dúbaí og þurfti að gangast undir aðra aðgerð. Hann verður því frá í þrjá mánuði í viðbót og spilar ekki fyrr en í fyrsta lagi í mars.

Diaz meiddist upphaflega á hné í leik á móti Arsenal í byrjun október. Hann var kominn með fullt grænt ljós þegar Liverpool hóf undirbúning sinn fyrir að tímabilið fari aftur í gang á öðrum degi jóla.

Jürgen Klopp, staðfesti meiðslin á blaðamannafundi eins og sjá má hér fyrir neðan.

Luis Diaz var með fjögur mörk og þrjár stoðsendingar í tólf leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð þar af þrjú mörk og tvær stoðsendingar í átta deildarleikjum.

Diaz birti þessar myndir af sér á samfélagsmiðlum við upphaf æfingabúðanna en sú ánægja stóð því miður ekki lengi yfir hjá honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×