Enski boltinn

Guardiola framlengir við City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pep Guardiola hefur stýrt Manchester City í 374 leikjum; 271 hefur unnist, 49 endað með jafntefli og 54 tapast.
Pep Guardiola hefur stýrt Manchester City í 374 leikjum; 271 hefur unnist, 49 endað með jafntefli og 54 tapast. getty/Manchester City FC

Stuðningsmenn Manchester City fengu góðar fréttir í morgunsárið því Pep Guardiola hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við liðið.

Guardiola verður því knattspyrnustjóri City allavega til 2024. Hann tók við liðinu 2016 og hefur náð stórkostlegum árangri með það.

Síðan Guardiola tók við City hefur liðið fjórum sinnum orðið enskur meistari, einu sinni bikarmeistari og fjórum sinnum deildabikarmeistari. Þá komst City í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrra.

Guardiola var áður við stjórnvölinn hjá Barcelona og Bayern München. Spánverjinn hefur alls unnið sjö landstitla á ferlinum og Meistaradeildina í tvígang.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.