Fleiri fréttir

Þetta gerðist rétt áður en Suarez sparkaði í Parker

Luis Suarez, framherji Liverpool, stal senunni í markalausu jafntefli liðsins gegn Tottenham á Anfield í gærkvöldi. Suarez var í leikmannahópi Liverpool í fyrsta sinn eftir 9 leikja keppnisbann og kom hann inná sem varamaður á 65. mínútu .

Ba: Sögusagnirnar voru fyndnar

Sóknarmaðurinn Demba Ba segist vera ánægður hjá Newcastle og að hann sé ekki á leið annað. Sögusagnir þess efnis hafi verið fyndnar.

Mata: Villas-Boas var brjálaður

Juan Mata, Spánverjinn öflugi í liði Chelsea, segir að knattspyrnustjórinn Andre Villas-Boas hafi verið bálreiður eftir að hans menn misstu niður 3-0 forystu gegn Manchster United í jafntefli um helgina.

De Gea átti tvö af fimm bestu tilþrifunum

David De Gea, markvörður Manchester United, hefur mátt þola talsverða gagnrýni á tímabilinu en hann sýndi magnaða takta í 3-3 jafntefli sinna manna gegn Chelsea um helgina.

Hermann meiddur á öxl

Hermann Hreiðarsson verður frá keppni næstu vikurnar þar sem hann þarf að fara í aðgerð vegna axlarmeiðsla.

Sir Bobby lagðist undir hnífinn

Sir Bobby Charlton, fyrrum leikmaður Manchester United, var lagður inn á sjúkrahús í gær til þess að gangast undir minniháttar aðgerð.

Gylfi í liði vikunnar

Það kemur kannski ekki á óvart en Gylfi Þór Sigurðsson var valinn í lið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni eftir góða frammistöðu hans með Swansea gegn West Brom um helgina.

Einkaflugvél Redknapp bilaði

Harry Redknapp gat ekki verið á leik sinna manna í Tottenham gegn Liverpool í gær vegna þess að einkaflugvélin sem átti að flytja hann til Liverpool komst ekki af stað vegna bilana.

Rooney: Suarez átti að fá rautt

Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, var ekki ánægður með ákvörðun Michael Oliver, dómara leiks Liverpool og Tottenham í gær.

Parker: Við söknuðum stjórans

Margir leikmenn áttu slakan leik á Anfield í kvöld en Scott Parker, miðjumaður Tottenham, var flottur og besti maður vallarins.

Eigandi Nottingham Forest fannst látinn á heimili sínu

Nigel Doughty, eigandi enska fótboltaliðsins Nottingham Forest, fannst látinn á sunnudaginn. Samkvæmt frétt enska dagblaðsins The Sun fannst Doughty í æfingasal á heimili hans í Lincolnshire en hann var 54 ára gamall.

Markalaust á Anfield

Það var lítið um fín tilþrif í leik Liverpool og Tottenham í kvöld. Leikurinn olli miklum vonbrigðum og endaði með leiðinlegu, markalausu jafntefli.

Frimpong sleit krossband í annað sinn á ferlinum

Ganamaðurinn Emmanuel Frimpong meiddist alvarlega á hné í leik með enska úrvalsdeildarliðinu Wolves gegn QPR um helgina. Miðjumaðurinn sem er í láni frá Arsenal hjá Wolves, sleit fremra krossband í hægra hné um miðjan fyrri hálfleik á Loftus Road.

Villas-Boas er undir mikilli pressu | Abramovich mætti á æfingasvæðið

Andre Villas-Boas knattspyrnustjóri Chelsea er undir miklum þrýstingi þessa dagana. Eigandi liðsins Roman Abramovich gerði sér ferð á æfingasvæðið á laugardaginn fyrir leik Chelsea og Englandsmeistaraliðs Manchester United sem fram fór í gær. Samkvæmt enskum fjölmiðlum þurfti Abramovich að fá svör við ýmsum spurningum og hann ræddi Villas-Boas í langan tíma eftir að æfingunni lauk.

Gylfi Þór og Kristinn Friðriksson í boltaspjallinu á X-inu 977

Valtýr Björn Valtýsson verður með boltaþáttinn á útvarpsstöðinni X-inu 97,7 á milli 11-12 í dag. Valtýr ræðir m.a. við Kristinn Friðriksson um undanúrslitaleikina í Poweradebikarkeppni karla sem fram fóru í gær. Og Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Swansea verður í símaviðtali en hann skoraði mark fyrir Swansea um helgina í ensku úrvalsdeildinni.

Öll mörkin úr ensku úrvalsdeildinni á Vísi

Það var nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinn í fótbolta um helgina og að venju eru öll mörkin aðgengileg á Vísi. Stórleikur Chelsea og Manchester United er þar á meðal en sá leikur endaði 3-3 eftir að Chelsea hafði komist í 3-0. Mark Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrir Swansea er einnig að finna á sjónvarpshluta Vísis.

Bond: Endurkoma Luis Suarez hefur góð áhrif á Liverpool

Kevin Bond, aðstoðarþjálfari hjá Tottenham, telur að endurkoma Luis Suarez í leikmannahóp Liverpool, verði til þess að stemningin á Anfield verði í hæstu hæðum þegar Liverpool mætir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Suarez hefur lokið átta leikja keppnisbanni sem hann fékk í desember.

Gleymi þessu marki aldrei

Gylfi Þór Sigurðsson opnaði markareikning sinn í ensku úrvalsdeildinni um helgina og var maðurinn á bak við sjaldgæfan útisigur hjá Swansea City. Swansea lenti undir í leiknum en Gylfi skoraði jöfnunarmarkið og lagði síðan upp sigurmarkið fjórum mínútum síðar.

Balotelli heldur áfram að slá í gegn | sýnir galdrabrögð

Mario Balotelli, leikmaður Manchester City, heldur áfram að koma á óvart með allskonar athæfi en það nýjasta tók hann upp á í gær. Manchester City tók á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær og unnu þann leik sannfærandi 3-0.

Ótrúlegt jafntefli á Stamford Bridge | sex marka leikur

Chelsea og Manchester United gerði ótrúlegt 3-3 jafntefli á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í dag en Chelsea komst þremur mörkum yfir. Lærisveinar Alex Ferguson gefast aftur á móti aldrei upp og náðu að jafna metin 3-3.

Charles N'Zogbia segist vera óánægður hjá Aston Villa

Charles N'Zogbia, leikmaður Aston Villa, er greinilega allt annað en sáttur við veruna hjá knattspyrnuliðnu Aston Villa en hann skrifaði á Twitter-síðu sína í kvöld að hann væri í fyrsta skipti á ferlinum ekki ánægður að leika knattspyrnu.

Stephen Ireland gæti verið á leiðinni til LA Galaxy

Stephen Ireland, leikmaður Aston Villa, gæti verið á leiðinni til LA Galaxy í MLS deildina í knattspyrnu. Þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum um helgina en leikmaðurinn hefur ekki fundið sig nægilega vel hjá Villa að undandörnu.

AVB: Fáum ekki sanngjarna dómgæslu gegn Man. Utd.

"Við vorum með góð tök á leiknum í 90 mínútur en dómarinn hafði aftur á móti enginn tök á leiknum,“ sagði Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir jafnteflið við Manchester United í dag.

Rooney: Við gefumst aldrei upp

Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, telur að endurkoman gegn Chelsea fyrr í dag þegar liðið lenti þremur mörkum undir en náði síðan að jafna leikinn eigi eftir að reyndast liðinu dýrmætt.

Engar viðræður hafa verið á milli Barcelona og van Persie

Sögusagnir um að Robin van Persie, leikmaður Arsenal, sé á leiðinni til Spánar eftir núverandi tímabil hafa verið á kreiki í fjölmiðlum að undanförnu. Josep Maria Bartomeu, varaforseti knattspyrnuliðsins Barcelona, hefur nú sagt frá því í spænskum fjölmiðlum að það eigi ekki við nein rök að styðjast.

Áratugur síðan að Manchester United vann síðast á Brúnni

Andre Villas-Boas og lærisveinar hans í Chelsea eiga ekki mikla möguleika á því að blanda sér í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn en þeir geta haft áhrif á þróun mála í toppbaráttunni. Chelsea fær Manchester United í heimsókn á Stamford Bridge í dag þar sem Chelsea hefur ekki tapað mörgum stigum á undanförnum árum á móti erkifjendum sínum.

Capello viss um að Terry haldi áfram að gefa kost á sér

Guardian hefur heimildir fyrir því að Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, sé viss um að John Terry muni halda áfram að gefa kost á sér í enska landsliðið þrátt fyrir að hafa misst fyrirliðabandið í annað skiptið rétt fyrir stórmót.

Þjálfari Hoffenheim: Gylfi hafði ekki áhuga á því spila fyrir okkur

Flestir knattspyrnuáhugamenn skilja lítið í því af hverju Holger Stanislawski, þjálfari þýska liðsins Hoffenheim, gat ekki notað Gylfa Þór Sigurðsson í sínu liði. Gylfi Þór hefur átt frábæra innkomu í lið Swansea City og var maðurinn á bak við sigur liðsins á West Brom í gær.

Wenger: Oxlade-Chamberlain orðinn að manni á 2-3 mánuðum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður eftir frábæran sigur hans manna á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í dag. Arsenal vann 7-1 sigur þar sem Robin van Persie skoraði þrennu í leiknum og lagði upp tvö, Alex Oxlade-Chamberlain skoraði tvö mörk og Theo Walcott lagði upp þrjú.

Man. City áfram með 100 prósent árangur heima | Vann Fulham 3-0

Manchester City náði þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Fulham á Etihad Stadium í kvöld. Manchester City heldur þar með áfram hundrað prósent árangri sínum á heimavelli en liðið hefur unnið alla tólf deildarleiki sína á Etihad í vetur.

Sjá næstu 50 fréttir