Enski boltinn

Balotelli heldur áfram að slá í gegn | sýnir galdrabrögð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mario Balotelli, leikmaður Manchester City, heldur áfram að koma á óvart með allskonar athæfi en það nýjasta tók hann upp á í gær. Manchester City tók á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær og unnu þann leik sannfærandi 3-0.

Balotelli sá leik úr einkastúku en hann virtist hafa meiri áhuga á því að sýna félögum sínum galdrabrögð.

Balotelli tekur þessa daganna út fjögra leikja bann fyrir að hafa traðkað á Scott Parker, leikmanni Tottenham, í leik liðanna á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×