Enski boltinn

Sir Bobby lagðist undir hnífinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ferguson tók við verðlaunum Charlton fyrir hans hönd.
Ferguson tók við verðlaunum Charlton fyrir hans hönd. Nordic Photos / Getty Images
Sir Bobby Charlton, fyrrum leikmaður Manchester United, var lagður inn á sjúkrahús í gær til þess að gangast undir minniháttar aðgerð.

Charlton er 74 ára gamall og átti að vera viðstaddur Laureus-verðlaunaafhendinguna á sunnudagskvöldið þar sem hann var heiðraður fyrir ævistarf sitt í þágu íþróttanna.

Hins vegar veiktist hann fyrr um daginn og komst því ekki. Talið er að hann hafi fengið gallsteinakast.

Sir Alex Ferguson, stjóri United, sagði að Charlton liði vel eftir aðgerðina. „Hann var mjög pirraður yfir því að hafa ekki getað mætt á athöfnina," sagði Ferguson. „Ég mun færa honum gripinn. Honum þykir vænt um þá vinnu sem hann sinnir fyrir Laureus-stofnunina og hann hefði gjarnan viljað vera viðstaddur athöfnina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×