Enski boltinn

Scholes gæti leikið með United á næsta tímabili

Stefán Árni Pálsson skrifar
Paul Scholes í leik með United.
Paul Scholes í leik með United. Mynd. / Getty Images
Paul Scholes, leikmaður Manchester United, gæti framlengt samning sinn við ensku meistarana og leikið með þeim á næsta tímabili.

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er gríðarlega ánægður með endurkomu Scholes og hefur sagt við fjölmiðla ytra að leikmaðurinn hafi haft virkilega góð áhrif á andann í liðinu. Paul Scholes tók fram skóna á ný í janúar en hann hætti knattspyrnuiðkun eftir síðasta tímabil.

Þessi 37 ára miðjumaður gæti því einnig leikið með Manchester United á næsta tímabili sem verða að teljast góðar fréttir fyrir félagið.

Scholes hefur fengið þau skilabið frá forráðamönnum félagsins að möguleiki sé á eins árs samningi í viðbót fyrir leikmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×