Enski boltinn

De Gea átti tvö af fimm bestu tilþrifunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David De Gea, markvörður Manchester United, hefur mátt þola talsverða gagnrýni á tímabilinu en hann sýndi magnaða takta í 3-3 jafntefli sinna manna gegn Chelsea um helgina.

Eins og venjulega eru tekin saman helstu tilþrif vikunnar í ensku úrvalsdeildinni hér á Vísi og af fimm bestu tilþrifum markvarða deildarinnar átti De Gea tvö.

Annars vegar varði hann glæsilega frá Gary Cahill, varnarmanni Chelsea og hins vegar aukaspyrnu Juan Mata sem verða að teljast meðal flottustu tilþrifa tímabilsins til þessa.

Smelltu á myndbandið hér fyrir ofan til að sjá samantektina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×