Enski boltinn

Evra: Ótrúleg meiðslavandræði hjá United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Patrice Evra segir það merkilegt hversu vel Manchester United hefur tekist að glíma við þau meiðslavandræði sem hafa verið að hrjá liðið á tímabilinu.

Sérstaklega hafa varnarmenn United verið duglegir við lenda í hinum ýmsu vandaræðum. Helst fyrirliðinn Nemanja Vidic sem verður frá allt tímabilið eftir að hafa slitið krossband í desember.

Þar að auki hafa þeir Rio Ferdinand, Phil Jones, Chris Smalling og Rafael skipst á vera á meiðslalista liðsins hverju sinni þannig að Alex Ferguson, stjóri liðsins, hefur varla getað stillt upp sömu varnarlínunni í tveimur leikjum í röð.

„Það er ótrúlegt hversu margir leikmenn hafa verið meiddir hjá okkur," sagði Evra sem hefur verið fyrirliði í fjarveru Nemanja Vidic. „Það hafa mörg lið verið að kvarta undan meiðslum en þetta hefur verið ótrúlegt hjá okkur."

„Sérstaklega tók það á að þurfa að fylla í skarð Vidic. En okkur hefur tekist að komast mjög nálægt Manchester City og sýnir það hversu góður liðsandi er hjá okkur. Það er það sem mestu máli skiptir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×