Enski boltinn

Eigandi Nottingham Forest fannst látinn á heimili sínu

Nigel Doughty, eigandi enska fótboltaliðsins Nottingham Forest, fannst  látinn á sunnudaginn.
Nigel Doughty, eigandi enska fótboltaliðsins Nottingham Forest, fannst látinn á sunnudaginn. Getty Images / Nordic Photos
Nigel Doughty, eigandi enska fótboltaliðsins Nottingham Forest, fannst látinn á sunnudaginn. Samkvæmt frétt enska dagblaðsins The Sun fannst Doughty í æfingasal á heimili hans í Lincolnshire en hann var 54 ára gamall.

Lögregla hefur rannsakað andlátið og er ekki talið að um sakamál sé að ræða.

Nigel Doughty keypti félagið árið 1999 fyrir um 11 milljónir punda eða sem nemur um 2 milljörðum kr. og frá þeim tíma er talið að hann hafi lagt um 20 milljarða kr í rekstur félagsins.

Doughty dró sig í hlé sem formaður félagsins eftir erfiða byrjun á tímabilinu þar sem að Steve McClaren hætti störfum sem knattspyrnustjóri liðsins. Liðið er sem stendur í næst neðsta sæti næst efstu deildar á Englandi eða Championship deildarinnar.

Nottingham Forest sigraði í Evrópukeppni Meistaraliða 1979 og 1980, en liðið varð enskur meistari árið 1978.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×