Enski boltinn

Stephen Ireland gæti verið á leiðinni til LA Galaxy

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stephen Ireland í leik með Aston Villa
Stephen Ireland í leik með Aston Villa Mynd. / Getty Images
Stephen Ireland, leikmaður Aston Villa, gæti verið á leiðinni til LA Galaxy í MLS deildina í knattspyrnu. Þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum um helgina en leikmaðurinn hefur ekki fundið sig nægilega vel hjá Villa að undandörnu.

Forráðamenn LA Galaxy hafa lengi haft áhuga á því að klófesta þennan snjalla miðjumann. Robbie Keane gekk í raðir Aston Villa frá LA Galaxy á láni alls ekki fyrir löngu og vonast forráðamenn LA Galaxy að þeir geti því fengið Stephen Ireland á láni.

David Beckham leikur með LA Galaxy en hann samdi á ný við félagið á dögunum og ætlar það greinilega að halda áfram að vera í fremstu röð í MLS-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×