Enski boltinn

Hermann meiddur á öxl

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann í búningi Coventry.
Hermann í búningi Coventry. Nordic Photos / Getty Images
Hermann Hreiðarsson verður frá keppni næstu vikurnar þar sem hann þarf að fara í aðgerð vegna axlarmeiðsla.

Þetta kom fram í viðtali við Hermann á Sportrásinni á Rás 2 í gær. Hann sagðist þar hafa lent illa á öxlinni og að hann muni hitta sérfræðing síðar í vikunni. Hann sagði líklegt að hann yrði frá í 2-3 vikur.

Hermann gekk í raðir Coventry í síðasta mánuði og hefur spilað tvo leiki með liðinu. Hann missti þó af leik liðsins gegn Ipswich um helgina.

Liðið er í neðsta sæti ensku B-deildarinnar með 22 stig, tveimur stigum frá næstu liðum og sjö stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×