Enski boltinn

Mata: Villas-Boas var brjálaður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Juan Mata, Spánverjinn öflugi í liði Chelsea, segir að knattspyrnustjórinn Andre Villas-Boas hafi verið bálreiður eftir að hans menn misstu niður 3-0 forystu gegn Manchster United í jafntefli um helgina.

Mata skoraði glæsilegt mark í leiknum en það dugði ekki til, þó svo að Chelsea hafi verið þremur mörkum yfir snemma í seinni hálfleik.

„Ég hefði frekar viljað vinna leikinn en skora þetta mark," sagði hann við enska fjölmiðla eftir leikinn. „Þjálfarinn var brjálaður eftir leikinn. En það voru leikmenn líka því við áttum aldrei von á því að við myndum missa niður þriggja marka forystu á heimavelli."

„Það gerist ekki oft að Chelsea fær tækifæri til að vinna United með því að komast 3-0 yfir. Ég hélt að þetta gæti aldrei gerst. Þetta eru slæmar fréttir fyrir okkur og staðfesti að kapphlaupið um fjórða sætið verður ekki auðvelt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×