Enski boltinn

Frimpong sleit krossband í annað sinn á ferlinum

Ganamaðurinn Emmanuel Frimpong meiddist alvarlega á hné í leik með enska úrvalsdeildarliðinu Wolves gegn QPR um helgina.
Ganamaðurinn Emmanuel Frimpong meiddist alvarlega á hné í leik með enska úrvalsdeildarliðinu Wolves gegn QPR um helgina.
Ganamaðurinn Emmanuel Frimpong meiddist alvarlega á hné í leik með enska úrvalsdeildarliðinu Wolves gegn QPR um helgina. Miðjumaðurinn sem er í láni frá Arsenal hjá Wolves, sleit fremra krossband í hægra hné um miðjan fyrri hálfleik á Loftus Road.

Hinn tvítugi Frimpong verður lengi frá en hann mun fara í aðgerð og verður væntanleg ekki klár í slaginn fyrr en eftir 6-9 mánuði.

Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir Frimpong því hann lenti í sömu meiðslum á vinstra hnénu árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×