Fleiri fréttir

Nasri: Vieira ráðlagði mér að koma til City

Samir Nasri, nýjasti liðsmaður Manchester City, segir Patrick Vieira haft mikið með það að gera að hann ákvað að söðla um. Vieira lék með City á síðasta tímabili áður en hann lagði skóna á hilluna í vor.

Lukaku: Ég mun læra af Drogba

Romelu Lukaku segir það rangt að hann sé kominn til Chelsea til að leysa Didier Drogba af hólmi í sóknarleik liðsins. Hins vegar muni hann læra mikið af honum.

Nasri samdi við Man City til fjögurra ára

Samir Nasri er genginn í raðir Manchester City. Franski miðjumaðurinn skrifaði undir fjögurra ára samning við City. Kaupverðið er talið vera 23 milljónir punda eða sem nemur 4.3 milljörðum íslenskra króna.

Nú vill Mancini fá De Rossi

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að miðvallarleikmaðurinn Daniele De Rossi yrði fullkomin viðbót í leikmannahóp félagsins.

Chelsea á eftir leikmanni Porto

Chelsea er sagt í enskum fjölmiðlum hafa boðið um 20 milljónir evra í Alvaro Pereira, leikmann Porto í Portúgal.

Tottenham fær Adebayor

Enska götublaðið Daily Mirror staðhæfir í dag að Tottenham hafi komist að samkomulagi við Manchester City um að fá Emmanuel Adebayor að láni frá City.

Barton má ræða við QPR

Joey Barton, leikmaður Newcastle, hefur fengið leyfi frá félaginu til að ræða við QPR um möguleg félagaskipti, samkvæmt enskum fjölmiðlum.

Benitez: De Gea mun spjara sig

Rafael Benitez er í ítarlegu spjalli á heimasíðu BBC um tímabilið sem er að hefjast í ensku úrvalsdeildinni. Fer hann yfir möguleika sex sterkustu liðanna í ensku úrvalsdeildnnni.

Wilshere frá í 2-3 vikur

Arsenal hefur orðið fyrir enn einu áfallinu en Jack Wilshere verður frá næstu 2-3 vikur vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrst fyrir fyrr í sumar.

Coates á leiðinni til Liverpool

Fjölmiðlar í Úrúgvæ staðhæfa að Liverpool hafi gengið frá kaupum á varnarmanninum Sebastian Coats frá úrúgvæska félaginu Nacional fyrir 6,5 milljónir dollara.

Warnock ánægður með að falla út úr deildabikarnum

Neil Warnock, knattspyrnustjóri QPR, gerði lítið úr tapi sinna manna gegn Rochdale í annarri umferð enska deildabikarsins í knattspyrnu í gærkvöld. Rochdale vann 2-0 sigur á Loftus Road og er komið í 3. umferð keppninnar.

Moeys ætlar að nota Barkley sparlega

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, segist ætla að passa vel upp á hinn 17 ára miðjumann Ross Barkley. Englendingurinn var eini ljósi punkturinn í 1-0 tapi Everton á heimavelli gegn QPR um síðustu helgi.

Næst yngsta lið Ferguson frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur verið duglegur að yngja upp í leikmannahópi Manchester United á undanförnum árum. Liðið sem stillti upp gegn Tottenham í gær var það næst yngsta sem hann hefur teflt fram síðan að enska úrvalsdeildin var stofnuð.

Mata hafnaði Arsenal og Tottenham

Juan Mata, sem er við það að ganga til liðs við Chelsea, greinir frá því að hann hafi hafnað bæði Tottenham og Arsenal í sumar.

Arsenal samþykkir tilboð City í Nasri

Arsenal hefur ákveðið að taka boði Manchester City í miðvallarleikmanninn Samir Nasri sem hefur verið þrálátlega orðaður við félagið í sumar.

Redknapp: Modric fer ekki neitt

Harry Redknapp hefur enn og aftur ítrekað að Luka Modric sé ekki á leiðinni til Chelsea. Hann verði um kyrrt hjá Tottenham.

Kyrgiakos farinn frá Liverpool

Liverpool hefur staðfest að gríski varnarmaðurinn Sotirios Kyrgiakos sé farinn frá félaginu og sé genginn til liðs við þýska úrvalsdeildarfélagið Wolfsburg. Þýska félagið þurfti ekkert að greiða fyrir kappann.

Sir Alex: Þetta var frábær frammistaða

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með sína menn eftir 3-0 sigur á Tottenham á Old Trafford í kvöld. United gerði út um leikinn með þremur mörkum á síðasta hálftíma leiksins.

Warnock ætlar að reyna að ná í Joe Cole til QPR

Neil Warnock, stjóri Queens Park Rangers, vonast til þess að eigandaskiptin hjá félaginu gefi honum færi á því að fá til sín Joe Cole, miðjumann Liverpool. Cole gæti því verið á leiðinni aftur til London eftir misheppnaða dvöl sína í Bítlaborginni.

Sókndjarfur Svartfellingur á leiðinni til Blackburn

Simon Vukcevic, landsliðsmaður Svartfjallalands, er á leið til Blackburn Rovers ef marka má breska fjölmiðla. Leikmaðurinn er sá fjórði sem gengur til liðs við botnlið ensku úrvalsdeildarinnar.

Sunnudagsmessan kaupir leikmenn fyrir Arsenal

Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðarson rifu upp peningatöskuna í þætti sínum í gær. Félagarnir komu með sínar tillögur á því hvernig verja ætti þeim peningum sem Arsene Wenger hefur á milli handanna.

Dalglish hreinsar til - Kyrgiakos til Wolfsburg

Grikkinn Sotirios Kyrgiakos er á leið til þýska liðsins Wolsburg. Þýska blaðið Kicker greinir frá þessu á heimasíðu sinni í dag. Blaðið segir varnarmanninn hárprúða hafa skrifað undir tveggja ára samning.

Chicharito bíður eftir græna ljósinu frá Sir Alex

Javier „Chicharito" Hernandez er allur að koma til og það styttist í endurkomu Mexíkóbúans snaggaralega í Manchester United liðið. Það verður þó ekki fyrr en að Sir Alex Ferguson stjóri Manchester United, gefur grænt ljós.

Lineker tryggði Tottenham sinn síðasta sigur á Old Trafford

Það er óhætt að segja að líkurnar séu ekki með Tottenham sem sækir Manchester United heim í lokaumferð 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford í kvöld. Tottenham vann síðast sigur á Old Trafford árið 1989 þegar Gary Lineker skoraði eina mark leiksins.

Manchester United áfram á sigurbraut eftir 3-0 sigur á Tottenham

Manchester United hélt sigurgöngu sinni áfram þegar liðið vann 3-0 sigur á Tottenham á Old Trafford í lokaleik 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. United er með fullt hús á toppnum ásamt Manchester City og Wolves en er reyndar í 2. sætinu á eftir City þar sem United-liðið er með lakari markatölu.

Neville: Andrúmsloftið neikvætt

Phil Neville, fyrirliði Everton, segir að frammistaða liðsins gegn QPR um helgina hafi verið léleg og að stemningin hjá félaginu sé heldur neikvæð.

Carragher ánægður með breiddina

Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, er ánægður með að liðið skuli vera komið með eins mikla breidd í leikmmannahópinn og sýndi sig í leiknum gegn Arsenal um helgina.

Aquilani á leið til AC Milan

Umboðsmaður Alberto Aquilani segir að allar líkur séu á að leikmaðurinn sé á leið til AC Milan og að frá því verði gengi í vikunni.

Mancini vill fá Nasri fyrir miðvikudaginn

Roberto Mancini vonast til að hægt verði að ganga frá kaupunum á Samir Nasri frá Arsenal fyrir leik liðsins gegn Udinese í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn.

Modric ekki með gegn United

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að Luka Modric muni ekki spila með liðinu gegn Manchester United í kvöld.

Leonardo: Berbatov ekki til sölu

Brasilíumaðurinn Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá Paris Saint Germain, segir Dimitar Berbatov, leikmann Manchester United, ekki til sölu. Það hafi hann fengið að heyra í símtali en á hinum enda línunnar var Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United.

Bale: Látum skotin dynja á De Gea

Leikmaður Tottenham Hotspurs, Gareth Bale, gefur það til kynna við enska fjölmiðla að leikmenn liðsins hafi fengið þau skilaboð frá Harry Redknapp, knattspyrnustjóra Tottenham, að skjóta að vild á David De Gea, markvörð Manchester United, þegar liðin mætast annað kvöld í ensku úrvalsdeildinni.

Valencia búið að samþykkja að selja Mata til Chelsea

Spænski landsliðsmaðurinn Juan Mata er á leiðinni til enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea eftir að Valencia samþykkti tilboð Chelsea í leikmanninn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá spænska félaginu en enskir miðlar segja kaupverðið í kringum 23,5 milljónir punda.

Gerir Man. Utd. lokatilboð í Sneijder?

Samkvæmt breskum miðlum ætlar Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., að leggja fram lokatilboð í Wesley Sneijder frá Inter Milan.

Sjá næstu 50 fréttir