Enski boltinn

Chelsea á eftir leikmanni Porto

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pereira í leik með landsliði Úrúgvæ.
Pereira í leik með landsliði Úrúgvæ. Nordic Photos / Getty Images
Chelsea er sagt í enskum fjölmiðlum hafa boðið um 20 milljónir evra í Alvaro Pereira, leikmann Porto í Portúgal.

Andre Villas-Boas er stjóri Chelsea en hann kom til félagsins nú í sumar frá Porto. Pereira getur bæði spilað sem vinstri bakvörður sem og á vinstri kantinum.

Porto náði frábærum árangri á síðasta tímabili. Liðið rúllaði upp deildinni heima fyrir og varð svo Evrópumeistari eftir sigur í Evrópudeild UEFA.

Pereira er frá Úrúgvæ og er með klásúlu í samningi sínum sem segir að félagið verði að selja hann komi tilboð upp á 30 milljónir evra.

Spánverjinn Juan Mata er sagður á leið til Chelsea en Valencia hefur þegar samþykkt tilboð félagsins upp á 23,5 millónir punda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×