Enski boltinn

Sunnudagsmessan kaupir leikmenn fyrir Arsenal

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðarson rifu upp peningatöskuna í þætti sínum í gær. Félagarnir komu með sínar tillögur á því hvernig verja ætti þeim peningum sem Arsene Wenger hefur á milli handanna.

Þeir félagar voru sammála um að kaupa ætti Cristopher Samba, miðvörð Blackburn til félagsins. Þá vildi Guðmundur næla í Eden Hazard leikmann Lille en Hjörvar gerði sér vonir um að Wenger gæti platað Didier Drogba til Arsenal.

Hægt er að horfa á umræðuna í spilaranum hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×