Enski boltinn

Senderos verður á í messunni í spjallþætti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Meira að segja Joey Barton myndi ekki ganga jafnlangt og Senderos hafði á orði í spjallþættinum.
Meira að segja Joey Barton myndi ekki ganga jafnlangt og Senderos hafði á orði í spjallþættinum.
Svisslendingurinn Philip Senderos fékk þátttastjórnendur og gesti hjá ESPN sjónvarpsstöðinni til þess að springa úr hlátri á dögunum.

Senderos, sem leikur með Fulham en var áður á mála hjá Arsenal, var spurður út í rauða spjaldið sem Gervinho hlaut eftir viðskipti sín við Joey Barton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Senderos hafði þetta að segja um Joey Barton.

„I think with Joey Barton you know what to expect. He's going to come strong in the tackle and come in your face…"

Sé þessu snúið á okkar ylhýru íslensku segir Senderos:

„Þú veist hverju þú átt von á þegar Barton er annars vegar. Hann fer af fullum krafti í tæklingar og nærvera hans á vellinum fer ekki framhjá þér..."

Senderos náði ekki að ljúka máli sínu því gestir þáttarins sprungu úr hlátri.

Lok málsgreinarinnar mætti nefnilega þýða á annan og öllu klúrari veg sem ekki verður gert hér.

Óhætt er að segja að þátttastjórnendur hafi átt erfitt með að halda umræðunni gangandi enda áttu gestirnir erfitt með sig í hláturskasti.



Atvikið má með því að smella hér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×