Enski boltinn

Benitez: De Gea mun spjara sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David de Gea í leik með Manchester United.
David de Gea í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Rafael Benitez er í ítarlegu spjalli á heimasíðu BBC um tímabilið sem er að hefjast í ensku úrvalsdeildinni. Fer hann yfir möguleika sex sterkustu liðanna í ensku úrvalsdeildnnni.

Benitez er fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool en er nú ekki við störf sem þjálfari eftir að hann hætti hjá Inter á síðasta tímabili.

David de Gea, landi Benitez og núverandi markvörður United, hefur átt fremur erfitt uppdráttar eftir að hann kom til United í sumar en Benitez hefur ekki áhyggjur af því.

„Þetta er góður leikmaður með gott viðhorf. Við fylgdumst með honum hjá Liverpool á sínum tíma og það er ljóst að hann hefur það sem þarf til að ná langt. Hann er mjög góður markvörður,“ sagði Benitez.

Hann sagði að Pepe Reina hafi fengið að vita þegar hann kom fyrst til Englands á sínum tíma að fótboltinn þar væri öðruvísi en á Spáni.

„Ég held að De Gea þurfi að átta sig á því. En ég tel að hann muni gera það því hann er með afar gott viðhorf til leiksins,“ sagði Benitez.

Viðtalið má sjá í heild sinni á heimasíðu BBC, hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×