Enski boltinn

Coates á leiðinni til Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Coates og Luis Suarez á blaðamannafundi fyrir úrslitaleik Copa America í sumar.
Coates og Luis Suarez á blaðamannafundi fyrir úrslitaleik Copa America í sumar. Nordic Photos / AFP
Fjölmiðlar í Úrúgvæ staðhæfa að Liverpool hafi gengið frá kaupum á varnarmanninum Sebastian Coats frá úrúgvæska félaginu Nacional fyrir 6,5 milljónir dollara.

Coates var kjörinn besti ungi leikmaðurinn á Copa America í sumar og hittir fyrir landa sinn, Luis Suarez, hjá Liverpool, ef þessar fréttir reynast réttar.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum eru viðræður enn í gangi á milli Liverpool og Nacional en þar eru forráðamenn enska félagsins sagðir vongóðir um að þetta muni ganga í gegn. Á BBC er sagt að Coates sé metinn á tólf milljónir punda.

Kenny Dalglish hefur verið duglegur að kaupa leikmenn til Liverpool í sumar og yrði Coates sjötti leikmaðurinn sem myndi ganga til liðs við félagið frá því að síðasta tímabili lauk.

Dalglish er sagður vilja bæta varnarmanni í hópinn eftir að Sytirios Kyrgiakos fór frá félaginu í vikunni og gekk í raðir Wolfsburg í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×