Fleiri fréttir

Kasper Schmeichel fékk tvö gul spjöld fyrir að tefja

Kasper Schmeichel, sonur Peter Schmeichel og markvörður Leicester, fór illa að ráði sínu í 2-2 jafntefli Leicester á móti Nottingham Forest í ensku b-deildinni í gær. Hann fékk nefnilega tvö gul spjöld fyrir að tefja leikinn og það á sömu mínútunni.

Manchester City með fullt hús eftir sigur í markaleik í Bolton

Manchester City menn byrja tímabilið vel í ensku úrvalsdeildinni því liðið vann 3-2 útisigur á Bolton í kvöld. City hefur því fengið sex stig og skorað sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum á leiktíðinni og situr í toppsæti deildarinnar.

Wolves vann þægilegan sigur á Fulham

Wolves vann öruggan sigur á Fulham 2- 0 í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag, Úlfarnir hafa byrjað virkilega vel á þessu tímabili og eru með fullt hús stiga eða 6 stig.

Mancini: Ekkert félag hefur efni á Carlos Tevez

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, veit það vel að Carlos Tevez vill fara frá félaginu en hann ætlar ekki að selja hann á einhverju útsöluverði. Tevez er enn hjá félaginu og spilar kannski fyrsta leikinn sinn á tímabilinu þegar City heimsækir Bolton Wanderers á morgun.

Van der Vaart: Tottenham getur spjarað sig án Luka Modric

Hollendingurinn Rafael van der Vaart hefur ekki áhyggjur af því þótt að Tottenham selji Króatann Luka Modric til Chelsea. Van der Vaart skoraði eitt marka Tottenham í 5-0 sigri á Hearts í forkeppni Evrópudeildarinnar í vikunni.

Wenger: Þú getur eytt peningum en samt verið með lélegt lið

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, reyndi að vera jákvæður þrátt fyrir 0-2 tap fyrir Liverpool í dag og að liðið hans sé ekki enn búið að skora á nýju tímabili í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að hafa spilað í 180 mínútur.

Phillips stöðvaði sigurgöngu Brighton - Schmeichel sá rautt

Gamla brýnið Kevin Phillips stöðvaði sigurgöngu nýliða Brighton í Championship-deildinni í dag. Allt stefndi í öruggan sigur heimamanna í Brighton en Phillips skoraði tvívegis í síðari hálfleik og tryggði Blackpool annað stigið.

Dalglish: Við erum sterkari en við vorum í fyrra

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var kátur eftir 2-0 sigur á Arsenal á Emirates-leikvanginum í dag. Liverpool vann leikinn með tveimur mörkum á síðustu þrettán mínútunum eftir að Arsenal missti mann af velli með rautt spjald.

42 ár síðan að Arsenal skoraði ekki í fyrstu tveimur leikjunum

Það er erfitt að vera stuðningsmaður Arsenal þessa dagana, enda er félagið búið að selja sinn besta leikmann, þarf að stilla upp hálfgerðu varaliði vegna forfalla og hefur ekki enn skorað mark á nýju tímabili í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að liðið sé búið að spila 180 mínútur af mótinu.

Robin van Persie: Andy Carroll minnir mig á Alan Shearer

Robin van Persie, fyrirliði Arsenal, varaði sína félaga við Andy Carroll, framherja Liverpool, fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Van Persie líkir Andy Carroll við Alan Shearer en það var einmitt Carroll sem tryggði Newcastle United sigur á Emirates-vellinum í fyrra.

Newcastle vann 1-0 útisigur á nágrönnum sínum

Newcastle fagnaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu og sínum fyrsta sigri á Leikvangi Ljósanna síðan 2006 þegar liðið vann 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Aftur til fortíðar: Viðureignir Arsenal og Liverpool ávísun á dramatík

Arsenal og Liverpool mætast í stórslag ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Leikir liðanna bjóða ævinlega upp á dramatík líkt og á síðasta tímabili þar sem spjöld fóru á loft og mörk voru skoruð í viðbótartíma. Það er við hæfi að rifja upp nokkrar af eftirminnilegri viðureignum liðanna.

Japaninn Ryo Miyaichi orðinn löglegur með Arsenal

Japanski framherjinn Ryo Miyaichi, sem skrifaði undir fimm ára samning við Arsenal í desember síðastliðnum, er loksins kominn með atvinnuleyfi og er því orðinn löglegur með enska félaginu.

Umboðsmenn að flækjast fyrir í kaupum Man. City á Nasri

Það verður enn einhver bið á því að Manchester City gangi frá kaupunum á Frakkanum Samir Nasri frá Arsenal þótt að liðin séu nánast búin að ganga frá öllum málum og að leikmaðurinn sé himinlifandi með samningstilboð City.

Sky Sports: QPR búið að bjóða fjórar milljónir í Parker

Tony Fernandes er orðinn meirihlutaeignandi í Queens Park Rangers og hann er fljótur að láta til síns taka því Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Queens Park Rangers er búið að bjóða fjórar milljónir punda í Scott Parker hjá West ham.

Redknapp: Salan á Modric gæti styrkt Tottenham

Það er komið annað hljóð í Harry Redknapp, stjóra Tottenham, sem er nú tilbúinn að horfa á eftir Luka Modric til Chelsea eftir allt saman því hann segir að Tottenham gæti fengið þrjá til fjóra góða leikmenn í staðinn.

Redknapp: Ekkert sem bendir til að Modric fari

Þrátt fyrir þrálátar sögusagnir þess efnis að Luka Modric sé á leið til Chelsea segir stjóri hans hjá Tottenham, Harry Redknapp, að það sé ekkert sem bendir til þess að kappinn sé á förum.

Cardiff tapaði fyrir nýliðunum

Cardiff City tapaði í kvöld fyrir nýliðum Brighton í ensku B-deildinni, 3-1, á heimavelli. Aron Einar Gunnarsson lék ekki með Cardiff vegna meiðsla.

Ecclestone að selja QPR

Samkvæmt fréttum enskra fjölmiðla er Bernie Ecclestone að selja sinn hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu Queens Park Rangers. Nýi eigandinn, Tony Fernandes, er sagður hafa lagt fram fjögurra milljóna punda í Scott Parker, leikmann West Ham.

Enska bikarkeppnin í beinni á fésbókinni

Ensku utandeildarliðin Ascot United og Wembley FC munu spila tímamótaleik í forkeppni ensku bikarkeppninnar á föstudagkvöldið því leikurinn verður sendur út í beinni á fésbókinni.

Maxi Rodriguez hjá Liverpool: Samkeppni er af hinu góða

Argentínumaðurinn Maxi Rodriguez fagnar nýju leikmönnunum sem komu til Liverpool í sumar þrátt fyrir að þýði mun harðari samkeppni fyrir hann sjálfan. Rodriguez skoraði sjö mörk í síðustu fjórum leikjum sínum með Liverpool á síðustu leiktíð en var ekki í leikmannahópnum á móti Sunderland um helgina.

Flottustu mörkin í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar

Enska úrvalsdeildin hefur tekið saman fimm flottustu mörkin í fyrstu umferðinni sem fór fram um helgina. Það er Svíinn Sebastian Larsson sem skoraði fallegasta mark helgarinnar þegar hann tryggði Sunderland 1-1 jafntefli á Anfield.

Wenger braut reglur UEFA í gær: Mátti ekki koma skilaboðum á bekkinn

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gæti verið í vandræðum hjá UEFA þar sem að hann skipti sér af leik sinna manna á móti Udinese í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær. Wenger tók út leikbann í leiknum og var upp í stúku en Frakkinn sást senda skilaboð niður til Pat Rice á bekknum.

Wenger: Bendtner er ekkert farinn frá okkur

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er ekki búinn að útiloka það að danski framherjinn Nicklas Bendtner spili áfram með liðinu en Bendtner var búinn að tilkynna það að hann væri að leita sér að nýju félagi.

Arsenal búið að selja Emmanuel Eboué til Galatasaray

Arsenal og tyrkneska félagið Galatasaray hafa náð samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á Fílabeinsstrendingnum Emmanuel Eboué. Arsenal tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í dag en það er talið að Tyrkirnir borgi um 3,5 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Bild: Blackburn búið að gera Schalke tilboð í Raul

Þýska blaðið Bild segir að enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn sé búið að gera tilboð í Raul Gonzalez, fyrrum framherja Real Madrid og núverandi leikmann Schalke í þýsku úrvalsdeildinni.

Sjá næstu 50 fréttir