Enski boltinn

Bale: Látum skotin dynja á De Gea

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bale var magnaður á síðustu leiktíð fyrir Tottenham.
Bale var magnaður á síðustu leiktíð fyrir Tottenham. Mynd: Getty Images
Leikmaður Tottenham Hotspurs, Gareth Bale, gefur það til kynna við enska fjölmiðla að leikmenn liðsins hafi fengið þau skilaboð frá Harry Redknapp, knattspyrnustjóra Tottenham, að skjóta að vild á David De Gea, markvörð Manchester United, þegar liðin mætast annað kvöld í ensku úrvalsdeildinni.

De Gea var keyptur til Man. Utd. á 18 milljónir punda frá Atletico Madrid og átti að leysa af Edwin van der Sar, fyrrverandi markvörð liðsins.

Það hefur gengið heldur brösuglega hjá þessum spænska markverði en hann hefur fengið á sig klaufaleg mörk á tímabilinu.

„Hann mun án efa vera mjög stressaður í leiknum gegn okkur og það ætlum við að nýta okkur," sagði Bale.

„Alltaf þegar markmenn ganga í gegnum erfiða tíma þá verður maður að skjóta mikið á þá og láta þá hafa fyrir hlutunum".

Leikurinn fer fram á Old Trafford annað kvöld kl. 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð2Sport2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×