Enski boltinn

Faðir Mikels laus úr haldi mannræningja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Obi eftir að hann var frelsaður af lögreglunni í gær.
Michael Obi eftir að hann var frelsaður af lögreglunni í gær. Nordic Photos / AFP
Faðir knattspyrnumannsins John Obi Mikel er laus úr haldi mannræningja sem hafa verið handteknir fyrir mannrán í Nígeríu.

Obi Mikel er á mála hjá Chelsea í Englandi og hefur spilað með liði sínu tvo leiki á meðan faðir hans var í haldi ræningjanna.

Aðgerðir lögreglu í bænum Kano báru árangur í gær þegar þeir réðust til atlögu gegn mannræningjunum og komu föðurnum, Michel Obi, til bjargar.

„Ég var byrjaður að grátbiðja þá en þeir börðu mig miskunnarlaust. Þeir héldu mér föstum á hræðilegum stað,“ sagði Obi í samtali við fréttamenn í gær.

Umboðsskrifstofa Obi Mikel sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem Chelsea og stuðningsmönnum þess er þakkað fyrir stuðninginn á þessum erfiðu tímum. Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, hafði áður hrósað Obi Mikel fyrir þann mikla andlega styrk sem hann hafði sýnt á meðan raununum stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×