Enski boltinn

Neville: Andrúmsloftið neikvætt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Phil Neville.
Phil Neville. Nordic Photos / Getty Images
Phil Neville, fyrirliði Everton, segir að frammistaða liðsins gegn QPR um helgina hafi verið léleg og að stemningin hjá félaginu sé heldur neikvæð.

Félagið gat ekkert keypt í sumar og segir stjórnarformaður EVerton, Bill Kenwright, að það sé einfaldlega vegna slæmrar fjárhagsstöðu félagsins.

QPR vann 1-0 sigur í leik liðanna á laugardaginn en liðið steinlá fyrir Bolton í fyrstu umferð á meðan að leik Everton gegn Tottenham var frestað.

„Þetta var ekki nógu gott. Það verður bara að segjast alveg eins og er. Það þýðir ekkert að fara í felur með það,“ sagði Neville við enska fjölmiðla.

„Andrúmsloftið hjá félaginu er frekar neikvætt og það finna allir fyrir því. En það er líka margt jákvætt í gangi og mikilvægt að það komi fram.“

„Félagið er byggt á traustum grunni, það á frábæra stuðingsmenn og leikmenn sem hafa staðið sig virkilega vel undanfarin 3-4 ár.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×