Enski boltinn

Næst yngsta lið Ferguson frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur verið duglegur að yngja upp í leikmannahópi Manchester United á undanförnum árum. Liðið sem stillti upp gegn Tottenham í gær var það næst yngsta sem hann hefur teflt fram síðan að enska úrvalsdeildin var stofnuð.

Meðalaldur leikmanna í byrjunarliði United var 23 ár og 191 dagur. Besti leikmaður United í leiknum í gær var Danny Welbeck sem skoraði eitt og lagði upp annað fyrir Anderson. Hinn 26 ára gamli Wayney Rooney skoraði svo þriðja markið.

Mikil endurnýjun var í varnarlínu United. Þeir Jonny Evans og Phil Jones voru miðverðir og Chris Smalling í stöðu hægri bakvarðar. Patrice Evra var í sinni stöðu vinstra megin en hann var sá eini sem hefur verið fastamaður í liðinu undanfarin ár.

Þá gladdi það einnig augu stuðningsmanna United að David de Gea hélt hreinu eftir að hafa gert mistök í sínum fyrstu tveimur leikjum með liðinu. Hann þótti stundum óöruggur í aðgerðum sínum í gær en bætti þó leik sinn mikið.

Samantekt úr leiknum má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×