Enski boltinn

Barton má ræða við QPR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Barton er mögulega búinn að klæða sig úr Newcastle-treyjunni í síðasta skiptið.
Barton er mögulega búinn að klæða sig úr Newcastle-treyjunni í síðasta skiptið. Nordic Photos / Getty Images
Joey Barton, leikmaður Newcastle, hefur fengið leyfi frá félaginu til að ræða við QPR um möguleg félagaskipti, samkvæmt enskum fjölmiðlum.

Barton var settur á sölulista fyrr í mánuðinum eftir að hann gagnrýndi forráðamenn liðsins á Twitter-síðu sinni. Honum var til að mynda gert að æfa í einrúmi og þá var hann sektaður um tveggja vikna laun.

Hann hefur hins vegar spilað með Newcastle á tímabilinu og skapað nokkurn usla inni á vellinum, eins og hann er þekktur fyrir.

QPR er komið með nýjan eiganda, Tony Fernandes, sem vill styrkja liðið fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×