Fleiri fréttir

Evra framlengir við Man. Utd

Stuðningsmenn Man. Utd gátu leyft sér að brosa í dag þegar bakvörðurinn Patrice Evra skrifaði undir nýja samning við félagið sem gildir til ársins 2014.

Ancelotti tekur ekki í mál að segja upp

Ítalinn Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir ekki koma til greina að segja starfi sínu lausu hjá Lundúnafélaginu. Hann segir að eigandi félagsins, Roman Abramovich, verði að taka allar slíkar ákvarðanir.

Manchester City kjöldró Notts County í bikarnum

Manchester City gjörsamlega rústaði Notts County í fimmtu umferð enska bikarsins í dag. Heimamenn skoruðu þrjú mörk á sjö mínútna kafla í lokin, en fyrir það höfðu leikmenn Notts County barist eins og ljón.

Phil Neville: Sigurinn gegn Chelsea gæti bjargað tímabilinu

Everton komst í gær áfram í fimmtu umferð enska bikarsins þegar liðið sigraði Englandsmeistarana í Chelsea, en úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Phil Neville, fyrirliði, var hetja Everton eftir að hafa skoraði úr síðustu spyrnu Everton og í leiðinni tryggt þeim sigurinn.

Wolves enn á botninum

Wolves og West Brom gerðu ,1-1, jafntefli í gríðarlega mikilvægum leik fyrir bæði lið, en þau berjast af miklum krafti fyrir lífi sínu í deildinni. James O'Hara skoraði skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik en það var Carlos Vela sem jafnaði fyrir West Brom á 93. mínútu leiksins.

Kuyt í viðræðum um nýjan samning

Dirk Kuyt, leikmaður Liverpool, á nú í viðræðum við félagið um nýjan samning en það staðfesti hann í samtali við enska fjölmiðla.

Hleb gæti misst af úrslitaleiknum

Alexander Hleb gæti misst af úrslitaleik ensku deildabikarkeppninnar eftir að hann meiddist í leik Birmingham gegn Sheffield Wednesday í ensku bikarkeppninni í gær.

Mögulegt að Hitzlsperger spili á mánudaginn

Avram Grant, stjóri West Ham, segir að Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger muni á mánudaginn loksins að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið síðan hann kom til félagsins í sumar.

Ferguson: Áttu skilið jafntefli

„Liðið átti skilið jafntefli, miðað við frammistöðuna í síðari hálfleik,“ sagði Alex Ferguson, stjóri Manchester United, eftir bikarleikinn gegn utandeildarliðinu Crawley Town í kvöld. United vann leikinn, 1-0.

Wes Brown með sigurmarkið gegn Crawley Town

Manchester United komst í kvöld áfram í ensku bikarkeppninni eftir ,1-0, sigur gegn utandeildarliðinu Crawley Town. Wes Brown skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

Íslendingar í eldlínunni - Heiðar skoraði

Fjölmargir leikir fóru fram í neðri deildum Englands í dag og voru Íslendingar í eldlínunni á mörgum vígstöðum. Heiðar Helguson var á skotskónum í ensku Championship-deildinni í dag en hann skoraði eina mark QPR í jafntefli gegn Preston.

Stoke og Birmingham fóru auðveldlega áfram í bikarnum

Stoke og Birmingham tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum enska bikarsins eftir sannfærandi sigra. Stoke vann auðveldan sigur gegn Brighton 3-0 og sömu sögu er að segja af Birmingham sem sigruðu Sheffield Wednesday 3-0.

Neville hetja Everton sem sló út Chelsea

Everton bar sigur úr býtum gegn Chelsea í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í dag en úrslitin réðust ekki fyrir en í vítaspyrnukeppni. Staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma en bæði liðin náðu að skora í framlengingunni og því lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Það var Phil Neville sem var hetja Everton en hann skoraði úr síðustu vítaspyrnu Everton og kom liðinu áfram.

Carroll vill spila gegn West Ham

Andy Carroll er í enskum fjölmiðlum í dag sagður vilja spila sinn fyrsta leik með Liverpool þegar að liðið mætir West Ham í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

Rio kærir eltihrelli

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera frægur og ríkur. Það hefur Rio Ferdinand, varnarmaður Man. Utd, fengið að reyna síðustu vikur og mánuði.

Eiður í samningaviðræðum við Fulham

Mark Hughes, stjóri Fulham, staðfesti í dag aðsamningaviðræður við Eið Smára Guðjohnsen væru vel á veg komnar. Fulham er með Eið í láni en vill gera við hann lengri samning.

Owen ekki alvarlega meiddur

Michael Owen á við meiðsli að stríða þessa dagana en Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að þau séu ekki alvarleg.

McClaren: Dzeko þarf meiri tíma

Steve McClaren, fyrrum stjóri Wolfsburg, segir að Edin Dzeko þurfi meiri tíma til að aðlagast nýjum aðstæðum hjá Manchester City.

Woodgate ekki af baki dottinn

Jonathan Woodgate hefur átt við þrálát meiðsli að stríða á síðustu árum en segist þrátt fyrir allt ekki vera búinn að gefast upp.

Ricketts frá í langan tíma

Sam Ricketts, leikmaður Bolton, verður líklega frá í langan tíma eftir að hann meiddist á hásin í leik liðsins gegn Wigan í gær.

Lampard: Mikilvægara að vinna Meistaradeildina

Frank Lampard, leikmaður Chelsea, segir að það sé mikilvægara að liðið vinni Meistaradeild Evrópu í ár frekar en að verja annað hvort enska meistaratitilinn eða bikarmeistaratitilinn.

Corluka frá í minnst mánuð

Vedran Corluka á von á því að hann verði frá næsta mánuðinn og að hann missi því af síðari leik Tottenham og AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Abramovich malar enn gull

Roman Abramovich hagnaðist á síðasta ári um 570 milljarða króna, þrjár milljarða punda, en er engu að síður ekki lengur á meðal þriggja auðgustu manna Rússlands.

Woodgate: Það héldu margir að ég kæmi aldrei aftur

Jonathan Woodgate var ánægður með að fá tækifæri með Tottenham á móti AC Milan í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Woodgate kom inn á sem varamaður eftir að Vedran Corluka meiddist. William Gallas fór í hægri bakvörðinn og Woodgate tók stöðu hans í miðverðinum.

Franski landsliðsmarkvörðurinn dreymir um United

Hugo Lloris, markvörður Lyon og franska landsliðsins, segist vera spenntur fyrir því að komast til enska liðsins Manchester United í framtíðinni. United er enn að leita sér að eftirmanni Hollendingsins Edwin van der Sar sem leggur skóna á hilluna í vor.

Van der Vaart þakklátur Real

Rafael van der Vaart, leikmaður Tottenham, segir að það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að fara frá Real Madrid eins og hann gerði í sumar.

Gattuso: Missti stjórn á sjálfum mér

Gennaro Gattuso, fyrirliði AC Milan hefur beðist afsökunar á því að hafa skallað Joe Jordan, aðstoðarþjálfara Tottenham, eftir leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Eiður vill fá langtímasamning við Fulham

Haft er eftir Eiði Smára Guðjohnsen í enskum fjölmiðlum í dag að hann vilji fá langtímasamning við Fulham eftir að lánssamningur félagsins við Stoke rennur út í lok leiktíðarinnar.

Berbatov: Rooney er sá besti

Dimitar Berbatov segir að Wayne Rooney hafi allt það sem framherji þurfi að bera og að hafi ekki spilað með betri sóknarmanni en honum.

Stefnt að því að Carroll spili gegn United

Fjallað er um það í enskum fjölmiðlum í dag að Andy Carroll stefnir að því að spila sinn fyrsta leik með Liverpool þegar liðið mætir Manchester United í byrjun næsta mánaðar.

Sjá næstu 50 fréttir