Enski boltinn

Bebe er kallaður Boom Boom af félögum sínum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn Man. Utd hafa lítið fengið að sjá Bebe spila með liðinu í vetur en hann hefur samt stimplað sig inn á æfingum hjá félaginu.

Man. Utd-strákarnir eru farnir að syngja Boom, Boom. Boom með Outhere Brothers þegar Bebe mætir á æfingasvæðið. Hann er því kallaður Boom Boom þessa dagana.

Ástæðan er sú að Bebe er ákaflega skotfastur og það geta Nemanja Vidic og Edwin van der sar kvittað fyrir. Báðir hafa legið eftir óvígir er þeir urðu fyrir skoti frá Bebe.

Þeir sem mun ekki eftir þessu skemmtilega lagi geta hlustað á það hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×