Enski boltinn

Ricketts frá í langan tíma

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ricketts er hér til vinstri.
Ricketts er hér til vinstri. Nordic Photos / Getty Images
Sam Ricketts, leikmaður Bolton, verður líklega frá í langan tíma eftir að hann meiddist á hásin í leik liðsins gegn Wigan í gær.

Bolton vann leikinn, 1-0, en bera þurfti Ricketts af velli í síðari hálfleik.

„Þetta lítur ekki vel út," sagði Owen Coyle, stjóri Bolton. „Við fáum að vita meira á morgun [í dag] þegar hann verður skoðaður nánar."

Annar varnarmaður hjá Bolton, Zat Knight, meiddist í leik liðsins gegn Everton um helgina og þá hefur Grétar Rafn Steinsson einnig átt við meiðsli að stríða að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×